Vinir

Hér eru tvær myndir af Bjarna Jóhanni og Ísak Elí sem teknar voru upp í bústað um daginn. Eins og sjá má eru þeir með sömu klippinguna en að öðru leyti er nú ekki margt líkt með þeim frændum Smile

DSC07643
Þeir gætu t.d. ekki verið með ólíkari augnlit...

DSC07644
... en þó þeir séu ólíkir um margt eiga þeir nú sitthvað sameginlegt, t.d. bollukinnar og áhuga á örbylgjuofnum...


Feðgar

 

IMG 4121
Erik bróðir með Ísak Elí...

 IMG 4113
... og Halldór með Bjarna Jóhann. Já og takk langafi og langamma fyrir nýja fína hattinn minn!


Loksins loksins nýjar myndir!

Jæja elskurnar, ætli það sé ekki kominn tími til að maður bæti nokkrum nýjum myndum hér inn. Það er ekki eins og það séu ekki teknar neinar myndir af blessuðu barninu, það er bara mamman sem gefur sér ekki tíma til að setja þær inn...

Í dag nýttum við góða veðrið og skruppum í Húsdýragarðinn með Bjarna Jóhann. Það fannst honum sko ekki leiðinlegt enda hefur barnið afskaplega mikinn áhuga á dýrum og vill helst fá að klappa þeim og knúsa. Dýrin voru flest öll útivið og höfðu afskaplega takmarkaðan áhuga á að láta klappa sér. Þó náðum við að lokka einn lítinn geithafur til okkar með fíflablöðum...

IMG 4345

...og Bjarna Jóhanni fannst alveg ferlega fyndið þegar hann hrifsaði til sín blaðið og át það í snarhasti...

IMG 4346

Svo vorum við svo heppin að hitta eitt forvitið folald sem var til í að leyfa snáðanum að klappa sér í skiptum fyrir gott þef af skónum hans...

IMG 4354

Að lokum fékk Bjarni Jóhann að keyra dráttarvél og sýndi þar snilldartakta, allavegana svona miðað við aldur og fyrri störf. Haldið þið ekki að hann verði liðtækur í sveitinni þegar fram líða stundir? Það gæti nú komið sér vel ef allt fer á hvolf hérna og við neyðumst til að flytja aftur í torfkofa og stunda sjálfsþurftarbúskap...

IMG 4322

Látum þetta gott heita í bili elskurnar... bless bless og bæjó eða eins og Bjarni Jóhann segir: "Hæ!"


Fallegastur

IMG 3946
Ein kjútípæ mynd til að halda ykkur við efnið elskurnar... fleiri myndir væntanlegar fljótlega...


Tvær endur á gangi

Hér er smá myndband af Bjarna Jóhanni þar sem hann dregur á eftir sér önd eina sem móðir hans á frá barnæsku sinni. Er þetta ekki bara krúttlegt... tveir kjagandi félagar...

 

Þetta myndband er tekið 8. júní, tæpum mánuði eftir að hann tók fyrstu óstuddu sporin sín, en það gerðist 13. maí.


Lítill listamaður

 

DSC07583
Mjög einbeittur ungur maður að lita. Þess má geta að þegar þessi mynd er tekin er ungi maðurinn búinn að gera heiðarlega tilraun til að brjóta oddana á öllum litunum með því að berja þeim hraustlega á blaðið, bíta stykki úr appelsínugula litnum og að sjálfsögðu að henda þeim á gólfið enda rúlla þeir svo skemmtilega fram af borðinu Grin

DSC07558
Svo bjargar maður sér bara ef það er eitthvað spennandi aftast í skápnum sem maður þarf nauðsynlega að skoða. Engin ástæða til að ónáða mömmu sem gæti bara farið að skipta sér eitthvað af... eins og t.d. að rífa mann út úr skápnum...


Hæ hó og jibbí jei!!

Það er kominn 17. júní! Til hamingju með daginn allir íslendingar!!

DSC07631


Bjarni Jóhann kubbar

Svona er maður nú orðinn duglegur, kubbar bara eins og ekkert sé. Hann hefur reyndar gert þetta í svolítinn tíma en það náðist loks á myndband daginn fyrir eins árs afmælið hans. Fyrri tilraunir enduðu all snarlega þegar guttinn steinhætti að kubba og réðist þess í stað til atlögu við myndavélina... Tounge


Einn að færa sig upp á skaftið...

DSC07575
Jájá, pilturinn er farinn að labba um allt einn og óstuddur, fer allt sem hann ætlar sér, passar sig voða vel yfir þröskulda og stendur sjálfur upp úti á miðju gólfi. Og svona til að undirstrika hvað hann er nú orðinn stór strákur klifraði hann upp á stólinn sinn um daginn og stóð þar voða montinnLoL
Móðir hans jesúsaði sig nú bara í hljóði og svitnaði yfir tilhugsuninni um allar bylturnar sem sá stutti á eftir að fá við að rannsaka heiminn hærra en hingað til...

Eins og glöggir aðdáendur Bjarna Jóhanns sjá er búið að snoða strákinn! Það gerði mamma hans á föstudaginn síðasta, 5. júní - áður en haldið var í sextugsafmæli ömmu Dísu. Barnið varð bara alveg sköllótt, með sitt ljósa hár Grin Það verður spennandi að sjá hvernig það verður þegar það vex aftur.


Jón bóndi og veðrið

Jón bóndi er búinn að finna nýjan glugga fyrir veðurathuganir sínar...

DSC07559


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband