Litli tannálfurinn

Bjarni Jóhann er ekkert að tvínóna við hlutina og er kominn með 6 tennur nú rúmlega 6 mánaða - tvær niðri og 4 uppi! Hann finnur ótrúlega lítið fyrir tanntökunni, sem betur fer fyrir okkur öll Smile
Í ljósi ört vaxandi tannfjölda í litlum munni var fyrsti "alvöru" tannburstinn keyptur fyrir snáðann í gær. Hingað til höfum við notað sérstakan plastbursta til að nudda gómana sem Björg vinkona í USA sendi okkur. Björg - hann hefur verið aaafskaplega vinsæll hjá litlum manni sem hreinlega grenjar þegar hann er tekinn af honum - það er svo gott að naga hann Grin. En nú hefur hann sem sagt eignast svona venjulegan tannbursta og hann er nú ekki minna spennandi skal ég segja ykkur!

DSC07130
Hmmm... hvaða fyrirbæri er nú þetta? Mjööög undarlegt...

DSC07132
.... og greinilega ennþá undarlegra að bíta í það...

DSC07126
.... hahaha, ég skal sko segja ykkur það.... undarlegt undarlegt undarlegt...

Og svo er hér að lokum smá myndbrot af óánægðum Bjarna Jóhanni. Þetta er nýjasta útgáfan af "skilurðu ekki að ég er afskaplega óánægður með þjónustuna hérna mamma og ég er að íhuga að kvarta í pabba". Bara krúttlegt Joyful...


Guðrún Helga ofurspons er komin!!

Guðrún Helga frænka, dóttir Laugu og Bobba, sem hefur verið í Ástralíu síðan hún leit dagsins ljós fyrir sex mánuðum síðan er loksins komin heim á klakann!! Jibbííí!! Hún er algjört spons, löng og nett eins og mamma sín og afskaplega mikið krútt.

DSC07123

Eins og sjá má er pínu stærðarmunur á þeim frændsystkinum, Bjarni Jóhann er algjör hlunkur við hliðina á frænku sinni Grin (ath að hann hallar sér fram og því virkar hann ennþá stærri)
Þau heilsuðust innilega þegar þau hittust í fyrsta sinn, tóku í hendurnar á hvort öðru og virtu hvort annað vel og vandlega fyrir sér.
Það verður gaman að sjá Ísak Elí með þeim líka, þann eðalhlunk og stuðbolta Grin


6 mánaða!

Í dag eru sex mánuðir síðan ég með jóga ró og rembingi kom Bjarna Jóhanni í heiminn og leit í fyrsta sinn í fallegu brúnu augun hans.... InLove Þá vó hann rúm 4 kíló og var 53 cm langur. Nú hálfu ári og óteljandi brjóstagjöfum síðar er hann orðinn 8,9 kg og 71,5cm. Litla sponsið er nú orðið að yndislegum þrítenntum öskurapa sem bræðir mann algjörlega með yndislega brosinu sínu. Hér eru nokkrar myndir og myndbönd af kappanum í tilefni dagsins.

DSC07113
Bjarni Jóhann með fyrsta bílinn sinn sem hann fékk í "afmælisgjöf" frá mömmu sinni og pabba. Hann er ánægðari með bílinn en þessi mynd gefur til kynna (var alveg furðulostinn yfir aðförum mömmu sinnar við að ná þessari mynd og mátti ekkert vera að því að brosa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mömmu hans Smile)...

...og eins og hér sést veit hann strax til hvers bílar eru...

Þennan fína bolta fékk hann sendan frá góðu fólki á Írlandi og er alsæll með þetta skemmtilega leikfang sem fyrir utan að velta og rúlla svona skemmtilega er með voða spennandi miða fastan á sér sem mjög gott er að naga... svo er hann líka merktur "rétta" liðinu... Wink
DSC07116

Nýjustu hljóðin eru öskur á háa-c-inu og það sem mamma hans kallar "þögla ópið". Hér er hann að leika sér í hoppukastalanum og það er engu líkara en að honum bregði illilega við þá sjón sem mætir honum í speglinum...

Og að lokum er hér ein mynd af tönnslunum í neðri góm. Þeir sem reynt hafa að taka mynd af tönnum í ungabarni skilja af hverju myndgæðin eru ekki betri Grin

DSC07111


Tanntaka og grautur

Jæja gott fólk, er ekki kominn tími á smá fréttir af snáðanum og kannski nokkrar myndir líka?

Bjarni Jóhann braggast vel og hefur það bara gott, fyrir utan smávægilegt tanntökupirr núna undanfarna daga. Hann er kominn með aðra tönn í neðri góm og tennur nr. 3 og 4 eru á leiðinni, í efrigóm sitt hvoru megin til hliðar við framtennurnar. Með þessu áframhaldi verður drengurinn orðinn fulltenntur áður en maður veit af! Mér er farið að líða pínu eins og ég sé að stinga höfðinu í gin ljónsins í hvert sinn sem drengurinn fær sér sopa hjá mömmu sinni. Hann hefur, guði sé lof, ekki bitið mig ennþá en það er óneitanlega taugatrekkjandi að vita af jafn viðkvæmum líkamspörtum í svo miklu návígi við tvær litlar skelfilega beittar tennur sem maður hefur ekkert vald yfir Crying Svo nú krossa ég alla fingur og tær líka og vona að þetta sleppi nú allt saman til. Þeir sem eiga aflögu fingur eða tær til að krossa fyrir mig mega gjarnan gera svo.

IMG_1935
Eins og er er það bara skeiðin sem fær að kenna á ofurbeittri tönn snáðans. Ef vel er að gáð má sjá rispur öðru megin á skeiðinni eftir stærri tönnina í neðri góm.... ótrúlega krúttlegt Smile 

Bjarni Jóhann er farinn að fá smá graut á kvöldin áður en hann fer að sofa. Bara smá slettu í skál til að gefa honum smá fyllingu í magann fyrir nóttina ásamt mjólkinni. Annars fær hann bara brjóstamjólk ennþá. Honum finnst ekki leiðinlegt að fá að borða og bíður spenntur þegar hann sér mömmu sína taka fram skálina og skeiðina sem hann veit að þýðir að grautur er á leiðinni. Það verður gaman að fara að gefa honum meira að borða og kynna hann fyrir fleiri fæðutegundum. Hann verður 6 mánaða í næstu viku og þá fer að færast meira fjör í leikinn á þeim vígstöðum. Miðað við álit hans á kartöflum sem hann smakkaði í fyrsta skipti í vikunni og óborganlegum svipbrigðum sem lýstu í senn ógeði og furðu þá held ég að þetta verði bara skemmtilegt.. að minnsta kosti fyrir okkur foreldrana LoL Hér eru nokkrar myndir frá því þegar hann fékk graut í fyrsta skiptið.

IMG_1840
Mamma, ertu viss um að ég vilji þetta?

IMG_1845
Kominn á bragðið... namminamminamm...

IMG_1846
Upprennandi matgæðingur.

Síðasti sundtíminn í bili var um daginn og þá tókum við þetta myndband af Lóló kennara dýfa drengnum. Er hann ekki bara duglegur?

Við ætlum með hann á framhaldsnámskeið eftir áramót en þangað til ætlum við bara að fara sjálf með hann einu sinni í viku í sund. Við erum búin að fara með hann tvisvar í laugina og honum fannst það ekki síður skemmtilegt en þegar við höfum farið með hann í tímana hjá Lóló.

DSC07085
Þrjár baðendur í sundi...

Hér er svo ein kjútípæ mynd af piltinum InLove

IMG_1893

Að lokum vil ég óska Erik litla bróður mínum til hamingju með 30 ára afmælið 11. nóv. sl. og takk fyrir frábæra veislu!!

DSC07095


Heimsókn í Sandgerði

Við snáðinn fórum og heimsóttum ömmurnar níu í Sandgerði um daginn. Að sjálfsögðu var okkur vel tekið þar og drengnum mikið hampað. Því miður voru þær ekki allar níu á staðnum en við hittum þær sem ekki voru bara síðar og biðjum að heilsa þeim þangað til. Smile Það er nú ekki ónýtt fyrir piltinn að eiga svona margar auka-ömmur og ekki allir svo ríkir...

IMG_1788
Amma Solla heilsar upp á Bjarna Jóhann

IMG_1786
Amma Guðbjörg segir líka hæ

IMG_1792
Amma Sigurjóna knúsar krúttibolluna

IMG_1796
Amma Sigrún segir honum eitthvað mjög merkilegt, afi Reynir fylgist með.

IMG_1806
Amma Lagrimas er sko með flott hár!

IMG_1798
Amma Ebbí kunni nokkra góða brandara

IMG_1791
Amma Ester hampar drengnum

IMG_1811
Svo var farið og kíkt á hvað pabbi er að bardúsa í vinnunni. Bjarni Jóhann kíkti á nokkur smásjárgler og leiðrétti nokkrar mælingar hjá pabba sínum og sparaði honum þar með margra vikna vinnu.

Eftir skemmtilega heimsókn keyrðum við svo aftur í bæinn, mamma við stýrið og litli prófessorinn sofandi í ferða-rannsóknarstofunni sinni í aftursætinu.


Bjarni Jóhann kominn í setuliðið!

Já, þá er drengurinn farinn að sitja alveg einn og óstuddur. Þetta er náttúrulega afskaplega vinsælt hjá piltinum, greinilega miklu skemmtilegra en að liggja á bakinu eins og eitthvert smábarn Smile

DSC07077

Og svona getur hann leikið sér með annað dót en þegar hann liggur og þessir hringir frá ömmu hans og afa eru í miklu uppáhaldi.

Ég sagði frá því um daginn að það að purra væri nýjasta sportið. Það hefur aðeins dregið úr því núna en ég tók smá myndband af honum um daginn þar sem hann var í alveg svakalegu purrstuði, móður sinni til mikillar skemmtunar Grin Hann er svo fyndinn á svipinn, voða alvarlegur og einbeittur.

Svo er hérna ein að lokum af snáðanum sofandi. Hvaðan fær drengurinn þessar bollukinnar??

DSC07076


Norðurland heimsótt

Helgina 17 - 19 okt. fórum við í smá ferðalag norður í land. Við fórum norður á Akureyri á föstudagsmorguninn og stoppuðum hjá afa mínum og ömmu í Varmahlíð á leiðinni þar sem okkar beið sannkallað veisluborð eins og ætíð þegar maður tekur hús á þeim hjónum.

IMG_1540

Við komum svo til Akureyrar um þrjúleytið og heimsóttum þar Svölu í síðasta sinn í Munkaþverárstræti - Svala, við eigum inni hjá þér heimboðið í nýju íbúðina :O)
Svo heimsóttum við Stebba og Selmu og þaðan fórum við svo út á Hjalteyri til Jóa, Hemma og Bertu í Ásgarði þar sem við fengum gistingu. Það er alltaf afskaplega gott að vera í Ásgarði, betra en á 5 stjörnu hóteli.

IMG_1548
Þarna eru feðgarnir Jói og Hemmi að spjalla við Bjarna Jóhann eftir kvöldmatinn.

IMG_1564
Berta kunni greinilega nokkra brandara.

Svo er útsýnið ekki af verri endanum heldur.IMG_1558

Á laugardeginum héldum við yfir í Skagafjörð eftir að hafa snætt uppáhalds matinn hans Hemma í hádeginu: lambalærisneiðar í raspi að hætti Bertu - nammi namm!! Á leiðinni komum við aðeins við á Kambhóli hjá Lalla og Bryndísi, rétt rákum inn nefið þar sem beðið var eftir okkur í Varmahlíð. Þar áttum við nefninlega stefnumót við mömmu og pabba og Erik, Andreu, Helenu og Ísak Elí í sumarbústað sem við höfðum leigt okkur saman. Þau komu þangað á föstudeginum og voru búin að fara í heimsókn til ömmu og afa í Lindarbrekku, sjá hestana þeirra og heimsækja Steinu og Gunna á Króknum þegar við komum. Amma, afi, Steina og Gunni komu svo öll til okkar í mat um kvöldið og áttum við góða kvöldstund saman.

IMG_1572
Það fór vel á með Bjarna Jóhanni og Steinu frænku.

IMG_1585
Eitt stórt frændsystkinaknúúúús...

IMG_1570
..og afar innilegt systkinaknúúús...

IMG_1587
Bjarni Jóhann fékk að prófa hoppuróluna hans Ísaks Elí en vissi ekki alveg hvað hann átti að gera í þessu apparati Smile

Á sunnudeginum var svo pakkað saman og haldið af stað suður en að sjálfsögðu ekki án þess að koma við og kveðja okkar góða fólk. Takk allir fyrir frábæra helgi!


Fyrsta tönnin komin

Foreldrum drengsins til mikillar furðu og jafnframt til gleði, er snáðinn kominn með sína fyrstu tönn. Vissulega er ekkert furðulegt við það að ungabörn taki tennur en það sem vekur furðu okkar Halldórs er það hversu prúðmannlega tanntakan hefur farið fram. Okkur grunaði bara alls ekki að tönn væri á leiðinni, tanntökunni hefur hvorki fylgt grenjugangur, slef-flóð, hiti, magaverkir né óværð á nóttu sem orð er á gerandi. Bjarni Jóhann er búinn að vera kvefaður og hefur öll pirringshegðun (sem þó hefur ekki verið mikil) því verið skrifuð á þau óþægindi sem fylgja litlum stífluðum hornösum og þreytu vegna svefnleysis yfir daginn, en drengurinn sefur frekar illa inni á daginn, vill bara fá að lúlla úti í vagninum sínum en það hefur ekki verið í boði fyrir kvefaða kallinn í frostinu. Í ljósi þess að heil tönn hefur brotið sér leið upp úr neðrigóm á síðustu dögum er hins vegar sennilega hægt að skrifa hluta pirringsins á tanntökuna (og jafnvel nefrennslið líka?). Tönnina fann ég í hádeginu í dag þegar ég fyrir einhverja rælni fór að þreyfa á neðrigómnum í stráknum og fann þá eitthvað hart þar fyrir. Ég ætlaði hreinlega bara ekki að trúa því að það væri komin tönn og Bjarni Jóhann var orðinn frekar pirraður á mömmu sinni sem í furðu sinni vildi fá að grandskoða góminn og tönnina í barninu... aftur og aftur Shocking

Ég fór svo með hann í 5 mánaða skoðun í dag. Hann er orðinn 70 cm og 8,2 kg. Hann fékk aftur bólusetningarsprautu og líkt og síðast brá hann ekki svip þegar sprautunni var stungið í hann. Duglegi, duglegi strákurinn minn.

Að lokum er svo hér ein mynd af drengnum sitjandi, en það er ekki langt í það að hann fari að sitja alveg.

IMG_1624


Zzzz....

Bjarni Jóhann er fyrir nokkru farinn að vakna snemma á morgnana móður sinni til mikillar gleði enda er hún þekkt fyrir að vera mikill morgunhani... eða þannig sko. Svona til að koma kerlingunni frammúr upp úr kl. 6 á morgnanna (lesist: um miðja nótt!!) hefur Bjarni Jóhann ákveðið að leyfa henni að horfa á Vini (Friends) á meðan hann sjálfur dundar sér á leikteppinu sínu. Snáðinn vakir yfirleitt í um klukkutíma á þessu morgunbrölti og fær sér svo klukkutíma lúr. Í fyrradag voru óvenju spennandi þættir á dagskrá morgunsins og því gat móðirin ekki slitið sig frá skjánum þegar hún sá að svefnhöfginn færðist yfir drenginn. Þessi elska var nú ekkert að kippa sér upp við það og steinsofnaði á leikteppinu sínu án þess að mamman tæki eftir því, svo stilltur og prúður og einstaklega tillitssamur við upptekna móður sína. Þegar þættinum sem var svona spennandi lauk tók móðirin sofandi drenginn í fangið og læddist svo með hann upp í til pabba hans, sem svaf á sínu græna, og fékk sér lúr með feðgunum. Er lífið ekki bara yndislegt... meira að segja svona snemma á morgnana... InLove

DSC07074


Slá á Tripp trap óskast

Jæja, þá er komið að því, Bjarni Jóhann er nú með sitt fyrsta kvef. Ekkert alvarlegt, bara hor í nefinu en það er svosem alveg nógu óþægilegt fyrir svona lítil nebbakríli sem kunna ekki að snýta sér. Svo er líka frekar óþægilegt að vera mjög stíflaður þegar maður fær að drekka hjá mömmu og verður að treysta á nasaholurnar með súrefni þar sem munnurinn er afar upptekinn við annað. Nefsugan er sérlega vinsæl eða þannig sko... en mamma hans hlustar ekki á neitt væl og sýgur í gríð og erg hor úr nös. Engin miskun hjá Magnúsi... Wink Svo nú eru horblettir komnir í hóp slef og ælubletta á fötum mömmunnar - guð blessi manninn sem fann upp þvottavélarnar fyrir okkur konurnar! Grin

Bjarni Jóhann er farinn að velta sér af maga á bak og er alltaf að verða betri og betri í því að sitja óstuddur. Hann er farinn að sitja í matarstól við borðið hjá okkur, við erum með stólinn mömmu og pabba í láni og hann unir sér vel þar á meðan við borðum kvöldmatinn. Mig langar hins vegar í Tripp trap stól fyrir hann. Ég fékk gamlan stól gefins en það vantar á hann slánna svo nú leita ég að slíkri slá, gjarnan notaðri. Ef einhver á má hann láta mig vita Smile.

Hér eru svo nokkrar myndir af piltinum.

Hér situr hann ábúðarfullur í stólnum.
DSC07062

Hér stundar hann eina uppáhalds iðju sína þessa dagana; að purra með tilheyrandi munnvatnsfrussi.
DSC07069

Og svo er hér ein af honum í hoppustöðinni sem amma hans og afi lánuðu okkur.
DSC07071


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband