29.5.2010 | 22:13
Tveggja ára pjakkur
Þessi litli súkkulaðidrengur er orðinn 2 ára! Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt þegar maður á svona fallegan og skemmtilegan fjörkálf til að njóta lífsins með
Ef hann er spurður hvað hann sé gamall réttir hann upp tvo putta og sýnir manni (þumal og vísifingur) og ef vel liggur á honum segir hann það líka; "tvegga áða". Þrátt fyrir að mikið hafi verið reynt hefur ekki tekist að ná mynd af honum sýna þessar listir...
Afmælisbarnið var reyndar lasið á afmælisdaginn sinn, með hálsbólgu og hita. Bömmer, því hann átti að fá kórónu í leikskólanum og allt! En hún bíður bara eftir honum og kannski er það líka bara lán í óláni, það er örugglega mjög skemmtilegt að eiga afmæli fleiri en einn dag þegar maður er bara tveggja...
Hann var alveg með á hreinu að pakkarnir sem hann fékk í gær væru "ammilipakki" handa "njadni" og að í þeim væru bílar. Sem var reyndar rétt, enda er gaurinn algjör bílagaur.
Mamma bakaði að sjálfsögðu súkkulaðiafmælisköku handa afmælisbarninu, sem reyndar borðaði afskaplega lítið af henni þar sem hún fór ekki vel í veika hálsinn. Þegar hann sá hvað var í ofninum leit hann á mömmu sína og sagði sigrihrósandi "ammilikaka!" Já, snáðinn er með þetta allt á hreinu. Honum fannst líka alls ekki leiðinlegt þegar afmælissöngurinn var sunginn fyrir hann, brosti út að eyrum alveg hreint
Myndin hér að neðan er reyndar ekki tekin í gær en á henni "brosir" Bjarni Jóhann myndavélabrosinu sína framan í myndavélina, sæll með sína súkkulaðiköku enda engin hálsbólga að trufla þegar þessi mynd er tekin.
Hér eru svo tvær til upprifjunar, teknar með árs millibili, á fyrsta sólarhringnum og við eins árs afmælið. Það gerist víst ansi margt á þessum fyrstu árum...
Og að lokum er hér smá myndband af afmælisdrengnum sem tekið var nú í kvöld (ef vel er að gáð hljómar eurovision undir) þegar hann bara rétt si svona hjólaði alveg sjálfur í fyrsta skiptið á þríhjólinu sínu... ekkert smá flottur tveggja ára gaur!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 30.5.2010 kl. 18:25 | Facebook
Athugasemdir
Segi það enn og aftur, hann frændi minn er langflottastur
Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 22:40
Til hamingju með afmælið litli sæti gaur! Rosalega líður tíminn hratt :) Afsakaðu hve seint kveðjan kemur en ég var fjarri góðu gamni á daginn þinn sjálfan, líkt og þú! En vonandi borðaru bara meiri köku seinna! Og svakalega ertu duglegur að hjóla! Þú verður nú að kíkja í heimsókn bráðum og kenna Aroni listir þínar!
Knús og kram frá öllum í Wildwood Circle :)
Bjorgen-kjorgen (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.