15.5.2008 | 17:23
Allt með kyrrum kjörum
Fyrst að máli málanna: Það er sem sagt ekkert að frétta af bumbubúanum sem er bara hinn rólegasti. Ég er nú heldur ekki sett fyrr en á morgun, 16. maí og hingað til hef ég ekki verið þekkt
fyrir að mæta of snemma í partý og boð og fer nú ekki að byrja á því héðan af. Erfinginn ætlar líka greinilega að erfa "stundvísi" foreldra sinna.
Ég hef það annars bara mjög fínt, er ekki með mikinn bjúg og sef sæmilega (með óteljandi hléum þó) á nóttunni, sérstaklega þegar ég er búin að færa mig fram í sófa. Elsku besti sófinn minn...
Dagarnir líða svo bara við huggulegheit, handavinnu og létt heimilisstörf. Svona á líf óléttrar konu að vera.
Hér er svo ein bumbumynd af mér, komin 40 vikur. Nett? Alveg nógu stór segi ég nú bara...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 18.5.2008 kl. 21:19 | Facebook
Athugasemdir
Sko... bumbubúanum líður greinilega bara vel þarna inni. Glæsileg kúla hjá þér Helga mín... bara alveg pottþétt, eins og svo margt annað sem þú tekur þér fyrir hendur :)
Ef bumbukrílinu líður enn svona vel í bumbunni eftir viku + og neitar að mæta í partýið, þá verður þú bara að fara að hoppa og skoppa til að minnka notalegheitin hjá því :)
Ástralíuknús
Lauga (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 23:31
Miklu flottari mynd... það fer þér vel að vera ólétt... glæsileg móðir með myndarlega kúlu.
Knús knús
Lauga
Lauga (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.