18.5.2008 | 22:17
Dr. Halldór Pálmar
Þann 18. apríl sl. náði Halldór loksins sínu langþráða takmarki; að verja doktorsgráðuna sína í sjávarlíffræði. Eftir svefnlausa nótt, streitufullan morgun og svitastokkin biðtíma í Öskju hófst vörnin loksins, sem snillingurinn rúllaði náttúrulega upp. Það er óhætt að segja að það hafi verið feginn maður sem tók við prófskírteininu sínu eftir rúmlega tveggja tíma vörn, sem og innilegum hamingjuóskum frá öllum sem viðstaddir voru. Það er reyndar ekki laust við að konan hans hafi líka verið svolítið fegin...
Um kvöldið héldum við svo smá veislu sem heppnaðist með afbrigðum vel. Það komu yfir 50 manns í partýið og vitum við ekki annað en að allir hafi skemmt sér vel við mátulega löng ræðuhöld og hin ýmsu tónlistaratriði, flest óundirbúin. Jóhann bróðir Halldórs var sko betri en enginn í veislustjórninni og sá til þess að fjörstuðullinn félli ekki allt kvöldið. Mamma og Magnea vinkona veittu mér ómetanlega hjálp í veislunni og pabbi tók myndir eins og honum væri borgað fyrir það. Maður á svo sannarlega góða að. Hér eru nokkrar myndir frá þessum vel heppnaða degi.
Dr. Halldór ásamt stolltri spúsu og andmælendum sínum, John Widdows og Kristínu Ólafsdóttur.
Addi trúbador sá um tónlistina með dyggri aðstoð söngglaðra gesta.
Guðrún og Reynir ræða sameiginlegt áhugamál: Sandgerði...
Widdows, Jóhann, Logi, Þórhanna, Karen, Ingvar, Gunnar.
Gellurnar í Sandgerði ásamt "pjakknum" og Reyni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sælt veri fólkið
Ég sendi náttúrulega Halldóri sérstakar hamingjuóskir!!!
Frábær nafnbót sem ég veit að hann á svo sannarlega skilið.
Óska ykkur alls hins besta.
Frá Eiríki
Eiríkur Sjóberg, 18.5.2008 kl. 22:55
Blessaður Eiríkur Sjóberg
Takk kærlega fyrir hamingjuóskirnar! Sérstaklega gaman að uppgötva bloggið þitt því eins og allir sjá sem það lesa ert þú með betur skrifandi mönnum.
Bestu kveðjur
Halldór (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.