18.5.2008 | 22:47
Ísak Elí
Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn, litli bróðursonur minn, fékk nafn og var skírður þann 1. maí sl. Athöfnin fór fram í Seljakirkju og vorum bara við nánasta fjölskyldan viðstödd. Ég og Silla, systir Andreu, fengum þann heiður að vera skírnarvottar, mjög gaman. Eftir athöfnina var okkur svo boðið í skírnarveislu heim til Eriks og Andreu. Veðrið var yndislegt og maturinn frábær og dagurinn leið hratt í þessum góða selskap. Elsku litli frændi, til hamingju með þetta fallega nafn; Ísak Elí.
Þrjár árvökular systur fylgjast með því að allt fari vel fram.
Stoltir foreldrar með soninn.
Feðgarnir við tertuna. Blái gallinn sem Ísak Elí er í er af pabba hans.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.