26.5.2008 | 20:07
Allt bara alls ekki að gerast
Jæja, þá er ég gengin 41 viku og 3 daga og enn er ekkert að gerast. Litli þjóskupúkinn minn ætlar greinilega að láta okkur bíða eins lengi eftir sér og hægt er :O) Ef það veit á jafn gott og raunin hefur verið með Ísak Elí bróðurson minn er ég nú bara ánægð, hann er algjört draumabarn sem bara sefur og borðar og er hinn rólegasti. Pant fá eitt svoleiðs takk :O)
Ég á von á að verða kölluð í gangsetningu í vikunni svo þetta fer nú alveg að bresta á. Næsta færsla verður því vonandi skreytt mynd af frumburðinum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Jahérna... það á að láta bíða eftir sér. Vonandi kemur bumbubúinn í heiminn fyrir fermingu ;)
Ég bíð spennt hérna hinum meginn á hnettinum!!!
knús
Lauga
Lauga (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 23:33
Þetta gengur náttúrulega ekki !! ég er að fara til Kanada á morgun og fæ þá ekki að sjá litla frænda eða frænku fyrr en í næstu viku. En gangi ykkur vel elskurnar og ég hlakka til að sjá ykkur öll þrjú þegar ég kem heim.
Bestu kveðjur
Herdís og co.
Herdís Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 10:15
Get ekki beðið eftir að sjá loksins bumbubúann ! Þetta styttist þó Knúsí knúsí frá dýragarðinum í Skipholti
Svava S. Steinars, 27.5.2008 kl. 15:49
Til hamingju með drenginn :-)
Kv. Linda Margrét
Linda (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 21:52
TIL LUKKU Bið að heilsa Svavari
Svava S. Steinars, 30.5.2008 kl. 00:19
Innilega til hamingju með strákinn, kæru Helga og Halldór!
Allra bestu kveðjur, María og Konstantín
María og Konstantín (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 10:40
Til hamingu með drenginn elsku Helga og Halldór :)
Svava mín, mannstu það var Svava eða MAGNÚS !!!
Fallegi drengurinn fer ekki að bera stelpunafn !
Bestu kveðjur
Magnea
Magnea (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 14:58
Takk fyrir góðar kveðjur allir saman
Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 30.5.2008 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.