Drengur Halldórsson

Jæja, loksins kom að því! Frumburðurinn, yndislegur drengur, leit dagsins ljós 28. maí kl. 12:08. Búið var að boða mig í gangsetningu kl. 22 um kvöldið en snáðinn ákvað að ráða því sjálfur hvenær hann kæmi í heiminn og setti allt af stað nóttina áður. Ég vaknaði með verki um kl. 3 og um 9 tímum síðar var hann kominn í heiminn. Já, eftir að hafa látið bíða svolítið eftir sér dreif hann sig bara í partýið. Fæðingin gekk vel og við vorum með tvær yndislegar konur með okkur, Grétu ljósmóður og Hrafnhildi ljósmóðurnema. Drengurinn hafði greinilega haft það gott í litlu bumbunni því hann var 16 og hálf mörk og 53 sentimetrar. Þegar hann var kominn í heiminn kom í ljós að hann hafði verið duglegur að hreyfa sig á meðan enn var pláss og sett hnút á naflastrenginn. Já, það er bersýnilega margt hægt að bralla í lítilli bumbu Wink
Það mætti halda að Halldór hefði ekki gert annað en að sinna ungabörnum, svo laghentur er hann með strákinn sinn. Þeir eru alveg yndislegir saman feðgarnir.
En jæja, þá að því sem allir hafa beðið eftir; myndir af stráknum.

DSC06176
Er maður ekki bara sætur svona krumpaður beint úr móðurkviði Smile

 

DSC06192
Pabbi að athuga hvort það sé ekki allt í lagi með mann.

DSC06232
Við mamma að spjalla saman.

DSC06212
Á leiðnni heim af spítalanum, þreytt og ánægð með lífið.

DSC06223
Reyfabarn - Björg, þetta teppi er æði - takk aftur Kissing

Meira síðar gott fólk...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Gvvöööð hvað maður er sætur !!!!! Bíð spennt eftir að hitta unga manninn

Svava S. Steinars, 30.5.2008 kl. 16:26

2 identicon

TIL HAMINGJU með fallega drenginn ykkar

Hittumst fljótt aftur :D

Kossar og Knús

Erik,Andrea,Helena og Ísak Elí (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 20:21

3 identicon

Var að frétta af vefsíðunni í gegnum Svavus... já það er ekki hægt að fela sig endalaust!! En innilega til hamingju með boltann, aldeilis hvað hann er mikið krútt!  Svei mér ef hann er ekki bara dáldið líkur pabba sínum ;) 

Ég held þú sért yfirburðar sigurvegarinn í rembikeppninni, ég datt út eftir 2ja daga rembing og kreist :D   Magnað hvernig svona lítil og nett kona geti verið með svona stóran dreng inni í sér! Hlakka til að sjá fleiri myndir af sætilíus!

Knús í klessu!

Bjögga frænka og Ísak frændi í Californíu (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 03:12

4 identicon

Æðislegt að sjá myndir af ykkur fjölskyldunni!  Setja fleiri myndir :)

 Til hamingju enn og aftur með glæsilega prinsinn ykkar... vildi að ég gæti knúsað ykkur öllsömul.

Knús knús

Lauga 

Lauga (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 09:01

5 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Jæja, mér finnst það mjög vel viðeigandi að ég sendi aðeins fleiri hamingjuóskir ...

Til hamingju "Halldór Bjarni" og vertu velkominn.  Foreldrunum, þeim Halldóri eldri  og spúsu hans Helgu óska ég til hamingju enn og aftur ... !!! 

... og ég er meira að segja með ljóð í handraðanum.

"Halldór Bjarni" höfðingi er
í heiminn er kominn, það ég veit
Halldór og Helga taka því sem að höndum ber
annars verður að kalla út víkingasveit!

Þetta er kannski ekkert sérstakt ljóð ... en ég vildi bara vera sá fyrsti til að yrkja ljóð um hann "Halldór Bjarna" vin minn. 

Bestu kveðjur,
B.

Páll Jakob Líndal, 31.5.2008 kl. 09:13

6 identicon

Váááá hvað þið eruð yndislega falleg fjölskylda!! Velkominn í heiminn ungi maður og hamingjuóskir til ykkar allra! Já, ég held að það þurfi ekkert DNA próf til að sannreyna hver föðurinn er í þessu tilviki, hí, hí... :)

Hlökkum til að hitta ykkur,

María og Konstantín

María og Konstantín (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 21:13

7 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Takk allir fyrir góðar kveðjur, hamingjuóskir og ljóð! :)
Fleiri myndir koma síðar, og þá aðallega af okkur foreldrunum... neee, bara grín

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 1.6.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband