Fleiri myndir frá fyrstu dögunum

Jæja gott fólk, hér koma fleiri myndir af snáðanum. Hann braggast vel, við vorum með hann í 5 daga skoðun í dag og hann stóðst öll próf þar, þar á meðal pissu-prófið því hann gerði heiðarlega tilraun til að spræna á foreldra sína þegar búið var að taka af honum bleyjuna og bleytti dálítið vel í útigallanum sínum. Hann er nánast búinn að ná fæðingarþyngd, vantaði bara 5g upp á.
Brjóstagjöfin fór pínu brösulega af stað enda gleymdist alveg að kenna mér réttu handtökin áður en ég fór heim. Fyrstu sólarhringana svaf ég því nánast ekki neitt því drengurinn var bara stöðugt á brjósti og auðvitað fékk ég sár á tútturnar. Nú erum við búin að fá kennslu í þessu, mjólkin er komin og hann er farinn að sofa 2-3 klst í einu með stuttum brjóstagjafavökum á milli. Svo nú ætti maður að fara að hafa tíma til að gera eitthvað annað en að hafa barnið sogað fast á sig Tounge

En sem sagt; myndir:

DSC06247

DSC06271

DSC06276

DSC06288
Kvartað undan lélegri þjónustu...

DSC06290
Fullur af mjólk

DSC06291
Mamman kastar frá sér barninu til að graðka í sig.

Því miður eru ekki til margar myndir af Halldóri með ungann en úr því verður bætt nú þegar maður fer að fá meiri svefn og vonandi fleiri starfandi heilasellur í kjölfarið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ofboðslega er drengurinn sætur... algjör dúllukarl!  Gott að heyra að brjóstagjöfin er að komast í lag :)  I feel your pain, búið að vera vesen á þessum bæ líka.  En allt að koma með kalda vatninu! :)

 Hlakka til að sjá fleiri myndir... 

Björg Rós frænka og Ísak og Aron frændur (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 00:19

2 identicon

Æðislegar myndir... sérstaklega þessi af ykkur sofandi saman!!!

Vildi að ég gæti verið hjá ykkur!!!

RISA knús til ykkar allra

Lauga 

Lauga (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 08:49

3 identicon

Ó hvað hann er fallegur, hlakka til að fá að sjá hann og knúsa ykkur

Gott að heyra að þú sért farin að fá svefn þótt stuttur sé :)

Bestu kveðjur

Magnea 

Magnea (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 09:14

4 identicon

Elskurnar, til lukku með drenginn og lífið, gangi ykkur allt í haginn.

Kveðja úr Munkanum 

Svala Fanney Steinþórsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 21:11

5 Smámynd: Svava S. Steinars

Hann verður ómótstæðilegri með hverri mynd sem birtist  Hlakka til að hitta hann í eigin persónu

Svava S. Steinars, 4.6.2008 kl. 22:39

6 identicon

Hamingjuóskir til ykkar, þetta er myndardrengur sem þið hafið eignast.  Vona svo bara að hann muni líkjast móðurinni frekar en föðurnum hehehe segi bara svona.

Kveðja frá Akureyri 

Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 23:53

7 identicon

Takk kærlega fyrir góðar kveðjur! Þó ég sé sammála Reyni frænda er ég ennþá að gera það upp við mig hvort ég eigi að þakka honum fyrir hans innlegg  

Halldór (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 04:08

8 identicon

Til hamingju með drenginn elsku Halldór og Helga. Hann er auðvitað gullfallegur þar sem hann er allur í föðurættina!!! Varð að koma með eitthvað á móti lillebror Nei, nei hann er bara líkur sjálfum sér blessaður unginn. Vona að allt gangi vel. Já, til hamingju með doktorinn Halldór. Nú myndi ég lyfta glasi þér til heiðurs ef ég ætti eitthvað vallas!!!! Bestu kveðjur úr blíðunni á Akureyri. Hanna

Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 22:07

9 identicon

Takk fyrir þetta kæra Hanna  Jú, hann líkist mest sjálfum sér sá litli en ég er þó ekki frá því að það votti fyrir Kambhólssvipnum fræga. Vallasið verður með í farteskinu næst þegar við komum norður...og þá verður skálað!

Halldór (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband