8.6.2008 | 15:25
Halldór og "Halldór Bjarni"
Ég var víst búin að lofa myndum af Halldóri með strákinn sinn. Það verður að segjast alveg eins og er að ég er hvorki jafn dugleg að taka myndir né jafn góður myndasmiður og Halldór. Vonandi bætir myndefnið það upp...
Halldór klæðir snáðann í fyrstu fötin. Honum leiðist það nú ekki mikið...
Fyrsta baðið, í öruggum höndum pabba síns. Drengnum líkaði þetta bara vel.
Og svo er hérna mynd af snáðanum 9 daga gömlum þar sem hann situr í ömmustólnum frá ömmu og afa og hefur greinilega eitthvað mikið að segja um málið...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:29 | Facebook
Athugasemdir
Hæ nýbökuðu foreldar! Innilega til hamingju með soninn, hann er algjör snilld :)
Benný (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 16:33
Takk kærlega Benný! Hann verður væntanlega klár í spilin í desember
Halldór (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 00:41
Stoltur pabbi hér á ferðinni, enda góð ástæða til að vera stoltur Rosalega er hann orðinn mannalegur strax sá litli !
Svava S. Steinars, 9.6.2008 kl. 01:56
Já Svava, stoltið leynir sér ekki...enda er maður gersamlega að rifna! Mesta og besta afrekið á lífsleiðinni
Halldór (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 03:03
Jæja ... maður segir nú ekki mikið!! Það er ósköp að sjá handtökin!!
Nafngiftin virðist greinilega vera farin að festast við Dóra Bjarna ... sem er vel!! Ég set svo reikninginn fyrir nafninu í innheimtu strax og búið verður að skíra piltinn. Svona hugmyndavinna er ekki ódýr, en vegna skyldleika og frændrækni þá mun ég að sjálfsögðu gefa 5% afslátt.
Páll Jakob Líndal, 10.6.2008 kl. 15:27
Helgen-svipurinn er nú að koma sterkt inn, sýnist mér... :) ferlegt krútt! Vonandi gengur vel hjá ykkur...
Mjólkur-kveðjur,
Skjalda
Bjögga frænka og Ísak og Aron frændur í Californíu (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 18:41
Voðalega eru þetta myndarlegir feðgar Mér finnst myndin af snáða í ömmustólnum algjör snilld. Það var þessi fína veisla í Ásgarði á laugardagskvöldið, mikið étið - jú og drukkið. "Strákarnir" fóru í boccia á lóðinni og komu oggulítið mildari inn eftir leikinn (sumir voru búnir að vökva runnana ótæpilega fyrir Jóa!!) Það var talað um að hafa fjölskyldumót á hverju sumri og vonandi verður af því. Kæru foreldrar hafið það sem allra best - og Snælaugur líka (mótframboð á Halldór Bjarna) HE! HE! Jæja ég er hætt
Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 21:02
Jæja kæru foreldrar. Nú mega fleiri myndir fara að gera vart við sig! Já græðgin í manni... en hann er bara svo ómótstæðilegur... can't help myself!!!
Bjögga frænka og Ísak og Aron frændur í Californíu (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 17:09
Bobbi, handtökin voru svo snör og fumlaus að eftir var tekið. Og takk fyrir rausnarlegan afslátt af hugmyndavinnunni! Við erum reyndar ekki búin að ákveða hvað guttinn á að heita (fer eftir verðlagningu hugmyndavinnu ofl.) en Snælaugur kemur að sjálfsögðu sterkur inn...takk fyrir það mín kæra Hanna Mikið assgoti hefði nú verið gaman að vera með ykkur í Ásgarði um helgina; éta, drekka, spila boccia pínu valtur úti á túni, vökva runnana fyrir Jóa, og síðast en ekki síst að fagna með Hemma. Árlegt fjölskyldumót í Ásgarði er með betri uppástungum og væri náttúrulega frábært!
Vegna fjölda áskorana setjum við svo fljótlega inn fleiri myndir af unganum
Halldór (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 05:34
Jæja, hvernig væri að fá fleiri myndir........
Svava S. Steinars, 13.6.2008 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.