22.6.2008 | 15:12
17. júní
Fyrsti þjóðhátíðardagur snáðans. Eins og sjá má á myndinni var sumum ekki skemmt yfir þessu myndatökuveseni, þvertóku fyrir að halda á fánanum og voru bara með almenn leiðindi...
Við fórum svo í 17. júní kaffi til ömmu Dísu og afa Bjarna og hittum þar stórfjölskylduna Erik, Andreu, Helenu og Ísak Elí. Og eins og alltaf var það mjög ljúft að eyða deginum með þessu skemmtilega fólki.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Músslí er alltaf jafn sætur En bíðið þið bara, 17. júní á eftir að verða miklu skemmtilegri og á næsta ári fáið þið örugglega að sjá fánann sveiflast... og jafnvel vera slegin í andlitið með honum (ljúfar minningar sækja að..).
Svava S. Steinars, 23.6.2008 kl. 09:29
Já, það verður eflaust fjör að ári...fánasláttur og blöðrusprengingar
Halldór (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 03:01
illa gert að neyða barnið að vera þjóðernissinni...
Bjögga frænka og Ísak og Aron frændur í Californíu (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.