Lítið er ungs manns gaman

Nú eru stundirnar á skiptiborðinu ekki lengur eintóm kvöl og pína fyrir snáðann. Mamma hans útbjó litla mynd handa honum sem honum finnst svo ljómandi skemmtileg. Um leið og maður leggur hann niður fer hann að horfa á myndina og brosa og hlæja og unir sér bara vel hvað sem öllum skiptimálum líður. Og hvaða myndefni skyldi vera svona skemmtilegt? Tvær svartar línur á hvítum fleti.

DSC06536
Kominn á skiptiborðið og farinn að horfa á myndina góðu.

DSC06535
Skellihlæjandi - ótrúlega fyndin mynd!

DSC06541
Já, mamman er greinilega mikill listamaður...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Hæfileikarík mamma   Hann hefur breyst svo og þroskast strax á þessum fyrstu vikum, gaman að sjá !  Er vel blandaður, finnst augun vera meira Helgen Pelgen enn sem komið er en yfirbragðið frá pabba.  Þarf að komast í að halda á þessum unga!

Svava S. Steinars, 28.6.2008 kl. 14:11

2 identicon

Frábært að sjá hvað hann skemmtir sér vel yfir þessari mynd.  Ég reyndi þetta sama við stelpuna mína... og það er tvennt í stöðunni.  Annað hvort hefur hún ekki sama húmor og HB, eða línurnar sem ÉG teiknaði eru bara hreint og beint ekkert fyndnar... það þarf örugglega ákveðna hæfileika til þess.

Myndi gjarnan fá að panta hjá þér 2 stk af fyndnum myndum.

Lauga (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 07:31

3 identicon

Þetta sleppur ef heildarsvipurinn frá pabbanum kemur til með að halda sér  Já, það verður ekki frá henni Helgu tekið að hún er mikill listamaður en mig grunar reyndar að þegar sá litli horfir á myndina fljúgi í gegnum hugann: "Þessir foreldrar mínir eru kostulegir...þau halda virkilega að ég hafi gaman af þessu!"

Halldór (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband