Fyrsta afmælið - eins mánaðar gamall

Já, þessar fyrstu vikur hafa heldur betur liðið hratt og nú er unginn orðinn mánaðar gamall. Í tilefni dagsins fór hann í bað og svo í myndatöku hjá pabba Smile

DSC06547 
Afmælisbaðið - afskaplega ljúft...

DSC06557
Montinn með sig á "afmælisdaginn"


Hann er nú farinn að brosa, reyna að hlæja og hjala, fylgir manni með augunum og snýr líka höfðinu til að fylgja manni eftir, farinn að sjá fleiri liti en svart/hvítt og er farinn að "leika sér" smá (nennir að liggja og horfa á óróa og aðra slíka hluti í smá stund).

DSC06575
Sá stutti að horfa á óróann sem amma og afi gáfu honum.

Svo fékk hann pela í fyrsta skipti á mánudaginn þegar mamman brá sér af bæ og skildi þá feðga eftir heima. Halldór þurfti aðeins að plata hann til að taka pelann því hann spýtti honum alltaf út úr sér fyrst. Það var ekki fyrr en Halldór gaf honum smá mjólk með teskeið að hann fattaði að það væri kannski eitthvað að hafa úr þessu gúmmíógeði sem pabbi hans var að troða upp í hann og eftir það voru hann og pelinn vinir. Sem betur fer því það þýðir að mamman fær að fara aftur á spilakvöld Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

svo gaman þegar maður fær smá feedback frá þeim með spjalli og brosi. Yndislegur lítill strákur, ´knús!!!

Bjögga frænka og Ísak og Aron frændur í Californíu (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 20:17

2 identicon

krútt krútt krútt

Og mjög gott að hann skuli vilja hleypa mömmu sinni á spilakvöld því það var svo ljúft  hjá okkur að spila og spjalla og borða smá nammi

Bestu kveðjur

Magnea

Magnea (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 10:29

3 Smámynd: Svava S. Steinars

Vá ekta einbeitt Helgu augnatillit sem hann gefur óróanum   Sætilíus maximus !

Svava S. Steinars, 3.7.2008 kl. 15:22

4 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Til hamingju með þennan áfanga ... hann er stórkostlegur!!

Fröken hennar hátign, Sydney Houdini, var að strauja fjögurra vikna markið fyrir rétt rúmum klukkutíma ... og þvílíkur áfangi ...

En ég botna ekki alveg í einu ... hvernig er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að blessaður drengurinn sé mánaðargamall 2. júlí, þegar hann er fæddur 28. maí?!?  Svar óskast ...

Páll Jakob Líndal, 5.7.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband