15.7.2008 | 15:46
Halló heimur, hér kemur Bjarni Jóhann!
Snáðinn hefur fengið nafn. Já, það hafðist á endanum að taka ákvörðun, en þeir sem til þekkja vita sjálfsagt að húsmóðirin á heimilinu þjáist á stundum af valkvíða... Það sama er sem betur fer ekki að segja um húsbóndann...
Bjarni Jóhann varð sem sagt niðurstaðan. Bjarni í höfuðið á pabba mínum og Jóhann í höfuðið á bróður Halldórs og líka í höfuðið á langafa mínum, pabba Eriks afa.
Bjarni Jóhann dafnar bara vel, var orðinn 5,6 kg og 59cm við sex vikna skoðun í síðustu viku. Hér eru nokkrar myndir af piltinum og fleira góðu fólki:
Með Bjarna afa, Helenu og Ísak Elí. Það er rétt svo að afi nái utan um þennan föngulega hóp.
Bjarni Jóhann spjallar við Jóhann frænda - greinilega afar skemmtilegar umræður. Enda er Jóhann föðurbróðir með sama húmor og pabbi...
Með Ömmu Hafdísi og Ísak Elí. Amma er nú pínu montin með strákana sína...
Ísak Elí og Bjarni Jóhann. Sést nokkuð að það munar tveimur mánuðum á þeim? Bjarni Jóhann lætur sér að minnsta kosti fátt um finnast.
Helena stóra frænka passar okkur strákana. Það mætti segja mér að það verði ekki alltaf svona rólegt yfir tríóinu okkar...
Bjarni Jóhann brosir blítt til mömmu sinnar... hver getur staðist svona bros?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með nafnið á snáðann. Bjarni Jóhann er mjög fínt nafn á gullmolann ykkar. Meira hvað hann er krúttlegur, hvaðan sem það kemur!!! HAH! HAH! HAHHH.... hóst, hóst... Kv. Hanna de lovely
Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 21:06
Til hamingju með fallegt nafn, litli Bjarni Jóhann! Þú ert nú myndarsnáði, gefur ekkert eftir í þyngdarkeppninni (fyrst við gátum ekki haft rembingskeppni, þá notum við bara börnin okkar í keppni um hver er stærri!
) Og já, ég sé það að þú ert strax farinn að bræða kvenþjóðina með brosinu einu saman!! Algjört bjútí! Knús og kreist frá Kali.
Bjögga frænka og Ísak og Aron frændur í Californíu (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 21:53
Kæra Helga Guðrún og Halldór
Hjartanlega til hamingju með litla prinsinn. Gaman að skoða myndirnar, hvað hann Bjarni Jóhann er mannalegur og mikið krútt.
Bestu kveðjur Sigfríður og Bjössi
Sigfríður (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 12:35
Til lukku með nafnið og vera búin að taka ákvörðun ;) Ég var ekkert voða hissa á nafninu, Bjarni er mjög fallegt nafn og svo er svo gaman að skýra í höfuð á fólki sem manni þykir vænt um.
Mikið eru þetta falleg börn sem þið systkyn eigið :)
Bestu kveðjur frá okkur öllum í sumarfríi :)
Magnea og fjölskylda
Magnea (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.