Tveggja mánaða gamall

Já tíminn flýgur og nú er snáðinn orðinn tveggja mánaða. Hann stækkar og þroskast og er nú orðinn 6,2 kg og 61,5cm (vorum að koma úr vigtun). Hann er farinn að hjala og hlæja meira og nagar nú á sér hendurnar í gríð og erg. Því fylgir mikið slef og einnig rekur litli snillingurinn stundum fingurna á sér upp í kok og kúgast heil ósköp Smile. Svo er hann farinn að setjast upp og standa svo upp ef maður togar í hendurnar á honum - þá er minn sko montinn með sig! Bakæfingarnar tóku einnig nýja stefnu nú í vikunni þegar hann allt í einu gat reist höfuðið sæmilega frá gólfinu og þá hættu nú vælurnar sem annars höfðu fylgt þessum æfingum. Svei mér þá ef hann brosti ekki bara... Smile

Þetta eru svona helstu fréttirnar af Bjarna Jóhanni í bili, læt hér svo fylgja eina mynd fyrir myndaþyrsta...

DSC06709
Á leið í 90 ára afmæli Halls langafa 20. júlí.

Fleiri myndir síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman hvað þið eruð dugleg að setja inn myndir af Bjarna Jóhanni-þá getum við norðanmenn fylgst með Bestu kveðjur til ykkar. Hanna

Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 00:13

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Heh, maður fær bara eina mynd til að halda manni heitum, ekki meira !  Ég þarf að koma aftur í heimsókn til að skaffa eigin myndir

Svava S. Steinars, 5.8.2008 kl. 01:38

3 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Jamm, ein svona til að kæla liðið, henti þessu inn á hlaupum áður en við brunuðum austur í bústað á föstudaginn... er að vinna í nýrri færslu með nýjum myndum... sérstaklega fyrir norðanfólkið okkar

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 5.8.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband