Verslunarmannahelgin

Við áttum alveg yndislega helgi í faðmi fölskyldunnar nú um verslunarmannahelgina. Við fórum austur á föstudaginn í bústaðinn til mömmu og pabba þar sem þau voru ásamt Helenu. Á laugardaginn komu svo Erik, Andrea og Ísak Elí og gistu líka eina nótt. Það fór afskaplega vel um okkur í sveitinni og maður kemur vel hvíldur úr svona vist, sérstaklega í ljósi þess að Bjarni Jóhann svaf báðar næturnar í rúmar 6 klst samfellt! Þetta er að verða svo stór strákur Smile.
Á laugardaginn komu María og Jón Haukur, foreldrar Andreu, í heimsókn og drukku með okkur kaffi. Um kvöldið var svo varðeldur, samsöngur og harmonikkuleikur á sameiginlega svæðinu. Við kíktum þangað en ég staldraði ekki lengi við þar heldur skildi partýdýrin eftir, þ.e. Halldór, mömmu og pabba, og fór með strákinn heim í bústað í sófapartýið með Erik og fjölskyldu Grin. Já, við systkinin erum víst þekkt fyrir margt annað en að vera partýfólk... en komið með gott spil og sælgætisskál og þá er ég til í tuskið!Cool

DSC06883
Fjölskyldan góða - vantar bara Halldór sem vitaskuld tók myndina.

DSC06890
Góðir félagar leiðast.

DSC06877
Úti að leika með mömmu.

DSC06875
Að róla með Andreu og Ísak Elí.

DSC06872
Svo er voða gott að slappa af og lesa góða bók...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh duglegur strákur! Bara farinn að lesa!! Og ég sem var svo spennt útaf því að Aron rúllaði sér af maga yfir á bak.... ;)

Björg (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Já, voða duglegur lestrarhestur :) Ég sé nú ekki alveg fyrir mér að hann eigi eftir að rúlla sér á bakið eftir hálfan mánuð... en hann er alltaf að koma manni á óvart með einhverju svo hver veit...

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 5.8.2008 kl. 22:32

3 identicon

Æðislegt að geta fylgst með ykkur fjölskyldunni og sjá myndir af ykkur öllum saman.  Strákarnir eru rosalega flottir... þeir eiga eftir að verða miklir félagar í framtíðinni.

Gaman að sjá hvað Bjarni einbeittur við lesturinn, hann mun greinilega læra allt saman á methraða ... en heppinn er hann að þurfa ekki að halda á þessari RISA bók

Knús og kossar frá

Ástralíu 

Lauga (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband