5.8.2008 | 13:22
Verslunarmannahelgin
Við áttum alveg yndislega helgi í faðmi fölskyldunnar nú um verslunarmannahelgina. Við fórum austur á föstudaginn í bústaðinn til mömmu og pabba þar sem þau voru ásamt Helenu. Á laugardaginn komu svo Erik, Andrea og Ísak Elí og gistu líka eina nótt. Það fór afskaplega vel um okkur í sveitinni og maður kemur vel hvíldur úr svona vist, sérstaklega í ljósi þess að Bjarni Jóhann svaf báðar næturnar í rúmar 6 klst samfellt! Þetta er að verða svo stór strákur .
Á laugardaginn komu María og Jón Haukur, foreldrar Andreu, í heimsókn og drukku með okkur kaffi. Um kvöldið var svo varðeldur, samsöngur og harmonikkuleikur á sameiginlega svæðinu. Við kíktum þangað en ég staldraði ekki lengi við þar heldur skildi partýdýrin eftir, þ.e. Halldór, mömmu og pabba, og fór með strákinn heim í bústað í sófapartýið með Erik og fjölskyldu . Já, við systkinin erum víst þekkt fyrir margt annað en að vera partýfólk... en komið með gott spil og sælgætisskál og þá er ég til í tuskið!
Fjölskyldan góða - vantar bara Halldór sem vitaskuld tók myndina.
Að róla með Andreu og Ísak Elí.
Svo er voða gott að slappa af og lesa góða bók...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Oh duglegur strákur! Bara farinn að lesa!! Og ég sem var svo spennt útaf því að Aron rúllaði sér af maga yfir á bak.... ;)
Björg (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 20:32
Já, voða duglegur lestrarhestur :) Ég sé nú ekki alveg fyrir mér að hann eigi eftir að rúlla sér á bakið eftir hálfan mánuð... en hann er alltaf að koma manni á óvart með einhverju svo hver veit...
Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 5.8.2008 kl. 22:32
Æðislegt að geta fylgst með ykkur fjölskyldunni og sjá myndir af ykkur öllum saman. Strákarnir eru rosalega flottir... þeir eiga eftir að verða miklir félagar í framtíðinni.
Gaman að sjá hvað Bjarni einbeittur við lesturinn, hann mun greinilega læra allt saman á methraða ... en heppinn er hann að þurfa ekki að halda á þessari RISA bók
Knús og kossar frá
Ástralíu
Lauga (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.