Fyrsta jeppaferðin

Við fórum með stubbinn okkar í fyrstu jeppaferðina á sunnudaginn síðasta. Reyndar fórum við bara Djúpavatnsleið, sem er fólksbílafær um þessar mundir, og komum til baka fram hjá Kleifarvatni. En við fórum á jeppanum svo við köllum þetta bara jeppaferð Smile. Bjarni Jóhann var afskaplega stilltur alla ferðina, svaf meira og minna og vildi bara fá að drekka einu sinni. Þegar hann var búinn að drekka fórum við í smá lautarferð í mosalaut þar sem pabbi hans mokaði í sig krækiberjum á meðan við snáðinn höfðum það huggó á teppinu.

Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í ferðinni. Þær eru teknar á nýju myndavélina hans Halldórs sem hann keypti fyrir gjafaféð frá því hann varði doktorinn í vor.

IMG_0103
Svona sat hann alla leiðina og fylgdist með ferðinni... neeei, bara smá grín.

IMG_0104
Bjarna Jóhann langaði að fá að grípa aðeins í stýrið, sem var náttúrulega bara alveg sjálfsagt.

IMG_0107
Hehehe?

IMG_0134

IMG_0152

IMG_0158

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helga mín og Halldór! Ykkur hefur tekist, eins og ykkar var von og vísa, að búa

til afskaplega fallegt og gáfulegt barn. Ég sendi mínar bestu kveðjur ykkur

til handa.       Stef. Hermanns.

Stefán Hermannsson (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 21:47

2 identicon

Rosalega flottur jeppagaur!!!

 Ástralíu knús

Lauga (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 09:13

3 identicon

Frábærar myndir!  Ekki seinna vænna að venja drenginn við jeppaferðir... þessar myndir minna mig á Eldjárn-ljóð, eitt af uppáhöldum Ísaks:

Það er svo gott að liggja í mjúkum mosa

mæna upp í himininn og brosa

hugsa bara þetta: Rosa rosa

Rosalega er gott að liggja í mosa. 

Björg og strákarnir í CA (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 22:14

4 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Frábært ljóð Björg! Og mjög viðeigandi . Eldjárnið er bara snillingur í ljóðum fyrir börn.

Takk fyrir það Stebbi, það er greinilegt að eitthvað af norðangenunum hafa skilað sér í barnið .

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 20.8.2008 kl. 13:01

5 Smámynd: Svava S. Steinars

Hehe þetta er vígalegur ungur maður, tilbúinn til að setjast undir stýri í jeppanum   Væri til í að fara í jeppaferð með þessum gæja

Svava S. Steinars, 20.8.2008 kl. 14:07

6 identicon

Oh til hamingju með þennan fallega strák, hann er algjört yndi :) Og þú lítur ekkert smá vel út skvísa - greinilega fædd í mömmuhlutverkið :)

Maja (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband