Suðurnesjamenn... og konur

Um daginn fórum við í afmæli þeirra Rakelar Jóhönnu (6 ára) og Kristófers Snæs (2 ára) Jóhannsbarna. Þar hittum við alla suðurnesjafjölskylduna og fleira fólk. Þar var að sjálfsögðu glatt á hjalla eins og ætíð þegar þetta káta fólk kemur saman. Hér eru nokkrar myndir úr afmælinu.

IMG_0550
Afmælisbörnin Rakel og Kristófer gera sig líkleg til að blása á kertin og óska sér einhvers... t.d. að fá stóra sneið af þessari girnilegu afmælisköku.

IMG_0554
Áblásturinn fór að sjálfsögðu fram að viðstöddum nokkrum áhorfendum; Nathan, Sigga, Chris, Jóhann, Tara, Karen, Tómas, Arndís Snjólaug og Dóri fyrir aftan. Það var eitthvað "örlítið" til af veitingum á bænum svo maður fór ekki alveg glorhungraður heim... Tounge

IMG_0559
Afi Dóri, Herdís föðursystir og Bjarni Jóhann. Reyndar eru fjórir á myndinni því Herdís er með lítinn leikfélaga fyrir Bjarna Jóhann í bumbunni, sem á að koma í heiminn í janúar Smile.

IMG_0557
Bjarni Jóhann í öruggum höndum Andra Más frænda, Hersdísarsonar. Sjáið bara hvað hann tekur sig vel út sem stóri bróðir.

IMG_0570
Upprennandi gítarhetja - Kristófer Snær fór á kostum og sýndi mikil tilþrif við gítarleik á nýja gítarinn sinn.

IMG_0578
Erum við ekki bara sætar Cool Ég og Þórhanna, konan hans Loga bróður Halldórs.

IMG_0615
Tara Rós sæta með snáðann.

IMG_0613
Stefán Karl, Bjarni Jóhann og Jóhann hafa það huggulegt saman.

IMG_0626
Bjarni Jóhann spjallar við Chris, pabba Karenar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er með svo fallegt bros, litli dúllukarlinn...

Björg, Ísak og Aron í CA (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 21:38

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Mikið búa þeir bræður til falleg börn.  Treysti á ykkur að framleiða amk jafn mörg og Jóhann og Karen

Svava S. Steinars, 5.9.2008 kl. 11:18

3 Smámynd: Svava S. Steinars

eh og systur líka ehe, þetta kom ekki of vel út :)

Svava S. Steinars, 5.9.2008 kl. 11:19

4 identicon

Gaman að sjá þessar myndir og allt fallega fólkið sem er á þeimBjarni Jóhann er algjör krúttmoli Bestu kveðjur yfir heiðar.

Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 20:55

5 identicon

Takk kæru vinir! Já, systkinabörnin eru algerir gullmolar. Staðan er 4-1 fyrir Jóhann og Karen eins og er...en við spyrjum að leikslokum  

halldór (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 01:15

6 identicon

Bjarni Jóhann dafnar greinilega vel... hann er svo flottur, með æðislegt bros!!!

Knús frá Ástralíu

Lauga (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 05:03

7 identicon

Það er aldeilis drengurinn stækkar! Orðinn svo stór og myndarlegur síðan síðast þegar ég kíkti hér við.... en alveg sama krúttið. Og mjög líkur pabba sínum finnst mér!

Kveðja,

Halldóra í Sverige.

Halldora (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband