Nýjustu tölur og nafnakaffi.

Ég fór með Bjarna Jóhann í fjögurra mánaða skoðun í dag og hér eru nýjustu tölur: þyngd 7560g, lengd 67cm. Strákurinn þrífst sem sagt vel hjá okkur Smile

Á laugardaginn síðasta héldum við veislu honum til heiðurs, nafnakaffi. Við ætlum ekki að láta skíra hann en vildum samt halda upp á nafngjöfina og stefndum því okkar nánasta fólki heim til mömmu og pabba í Kleifarselinu. Þessar elskur lánuðu okkur nefninlega húsið sitt fyrir herlegheitin enda erfitt að bjóða um 30 manns hingað í litlu íbúðina okkar Pinch Skemmst er frá að segja að veislan heppnaðist ákaflega vel enda er þetta allt svo vel upp alið og prútt fólk. Bjarni Jóhann fékk margar góðar gjafir og fullt af knúsi frá fólkinu sínu. Hér eru nokkrar myndir úr veislunni.

IMG_1004
Namminamminamminamm.... súkkulaðikaka í dulargervi...

IMG_1038
Stoltir foreldrar með ungann sinn.

IMG_1005
Ísak Elí aaaagóður við afa Bjarna.

IMG_1013
Bjarni Jóhann og Niuvis vinkona.

IMG_1015
Jóhann og Karen spjalla við piltinn. Greinilega gaman hjá þeim.

IMG_1027
Andri, Kristófer og Fannar á góðri stundu.

IMG_1032
Snáðinn hjá Stefáni Karli stóra frænda....

IMG_1035
.... og hjá Arndísi Snjólaugu stóru frænku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlátursmyndbandið er algjör snilld!!! Frábært að þið gátuð tekið það upp og sýnt okkur. 

Knús knús

Lauga

Lauga (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 14:23

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Til lukku aftur með nafnið, fínt að fagna því með stæl   Drengsi dafnar vel og verður bara flottari með hverjum deginum sem líður.  Ástkær dóttir mín var á sama aldri 9,7 kg... gaaaaaaaa!  Þarf að fara að komast í að knúsa þennan karl aftur !

Svava S. Steinars, 26.9.2008 kl. 01:07

3 identicon

Til hammó með nafnið, bollustrákur! :)  Ótrúlega sætur alltaf hreint.  Og hlátursvideóið var æðislegt.  Loksins fékk Helga einhvern til að hlæja að sér! 

Björg, Ísak og Aron í CA (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 03:50

4 identicon

Frétti að það hefði verið "annar í nafnakaffi" á sunnudeginum með dáyndis ættingjum að norðan Vonandi hafa þau verið jafn prúð og  jafnvel alin upp og ættingjarnir í sunnudagsveislunni Á reyndar erfitt með að sjá fyrir mér að alla vega sumir hafi verið prúðir - en það er auðvitað mitt vandamál. Þá er ég að tala um veisluna á sunnudaginn Hilsen til allra

Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 22:50

5 identicon

Smá breyting. Ég var auðvitað að meina fyrri veisluna - aðalveisluna. Veit vel að norðanmenn voru stilltir og prúðir. Enda hvernig er annað hægt í logninu sem ríkir alltaf á Akureyri Hilsen, pilsen

Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 19:23

6 identicon

Það var óvænt ánægja að hitta á dáyndis norðanfólkið á sunnudeginum og ennþá óvæntara og ánægjulegra að það hagaði sér skikkanlega Sunnanfólkið var einnig til fyrirmyndar í hvívetna á laugardeginum, allir sérlega prúðir og stilltir. Ætli þetta sé ekki bara galdurinn, þe. að hafa norðrið og suðrið aðskilið á slíkum mannamótum?

halldór (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband