Út að sofa

IMG_1003

Eins og sönnum Íslendingi sæmir þykir Bjarna Jóhanni best að sofa úti í vagni á daginn þegar hann tekur sér lúr. Og ekki spillir það fyrir notalegheitunum að vera settur í 35 ára gamlan vagn sem dúar notalega við minnsta andvara (þeir kunnu að gera fjöðrun í þá daga...) dúðaður ofan í splunkunýjan svefnpoka. Ég er ekki frá því að mamma hans öfundi hann pínulítið þegar hann er kominn ofan í notalegheitin en hún er víst búin með sína vist í þessum vagni fyrir margt um löngu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Litli víkingur! Ég yrði handtekin hér ef ég reyndi að henda strákunum mínum út að sofa ;) Ekki það að mig langi til þess að láta þá sofa hér... ekki eins kósí einhvern veginn í 30 stiga hitanum!

Björg, Ísak og Aron í CA (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 06:03

2 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Uuuu... nei, það hljómar einhvernvegin ekki sérlega spennandi að fara út að lúlla í 30 stiga hita... hér er maður eiginlega feginn að það er farið að kólna svolítið því þá sofa þau betur. Kannski eins gott að það sé ekki meira spennandi en þetta að láta þau sofa úti þarna úti hjá þer, það væri bölvað vesen að láta kanann handtaka þig fyrir svona fáránlega illa meðferð á börnum eins og það að láta þau sofa í vagni er náttúrulega :O)

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 4.10.2008 kl. 15:37

3 identicon

Umm hvað þetta er notalegt.  Mig dreymir um stóran vagn til að sofa í úti og láta keyra mig um, væri sko alveg til í að lúlla úti í vagni.

Magnea (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband