4.10.2008 | 17:58
Prjónahúfur á snáðann
Eins og þeir sem mig þekkja geta gert sér í hugalund þá þykir mér ekki leiðinlegt að geta nú loksins farið að prjóna/hekla/sauma eitt og annað á mitt eigið barn. Aumingja barnið hefur víst lítið um það að segja ennþá og verður bara að láta það yfir sig ganga að fá prjónapottlok á hausinn, allt of stóra sokka á fæturnar og heklaða smekki úr afgangsgarni um hálsinn svo eitthvað sé nefnt. Eitthvað á kella af prjónapeysum í skúffunum og nóg er af garni í gvendabrunnum svo væntanlega verður ekkert lát á þessu á meðan móðir snáðans fær að ráða í hvaða spjarir barnið fer. Svona til að gefa fólki hugmynd um hvað stakkels barnið þarf að líða fyrir þessa iðjusemi móður sinnar set ég hérna að neðan inn myndir sem furðulostinn faðirinn tók af snáðanum með húfutetrin sín úr prjónasmiðju móðurinnar.
Mér sýnist hann nú bara nokkuð montinn með Sigurrósar húfuna sína
Og ekki er hann minna ánægður með þessa, honum fannst t.d. ekki við hæfi að vera með smekk við svona fína húfu... Mömmu hans finnst hann líka ferlega sætur með þessa og notar hana mikið.
Hver veit nema fleiri flíkur verði sýndar hér síðar svo bíðið spennt.... eða ekki
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ekkert smá sætur með húfurnar sínar
Bíð spennt eftir fleiri myndum
Svava S. Steinars, 5.10.2008 kl. 19:16
mjög sætt! more please!!
Björg, Ísak og Aron í CA (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 05:13
Fallegar húfur, sérstaklega sigurrósarhúfan, ég væri nú til í eina slíka núna úff hvað þetta er leiðinlegt rok þarna úti.
Magnea (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 09:05
Í öllu þessu krepputali og hallæri vantar okkur uppörvun. Fleiri myndir af Bjarna Jóhanni!!!!
Svava S. Steinars, 9.10.2008 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.