10.10.2008 | 10:16
Alvöru verðmæti
Mitt í öllu fjármálafárviðrinu og krepputalinu er mikilvægt að muna hvað er manni dýrmætast í lífinu...
Stóru ástirnar í lífinu, fjölskyldan og vinirnir...
... og góðar stundir með þeim...
... litlir fallegir sólargeislar...
... sem elska að naga á sér puttana...
... litlir súpersætir súkkulaðimunnar...
... notalegar stundir í baði með góða bók og önnur almenn huggulegheit...
... og svona mætti lengi telja. Og það besta er að dýrmætustu hlutirnir kosta ekki krónu...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:19 | Facebook
Athugasemdir
Takk elsku Helga mín, þetta var einmitt það sem þurfti til að létta lundina og kalla fram brosið
Og já, það er hollt að muna hvað er virkilega mikilvægast í lífinu og hvað raunverulega veitir okkur hamingju. Ehehehen... þú lofaðir okkur heimboði í næsta spilakvöld... verum í bandi
Knús á línuna frá síbrotakvensunni !
Svava S. Steinars, 10.10.2008 kl. 11:04
Takk fyrir þessar fallegu myndir, elsku Helga mín. Alveg rétt hjá þér, maður verður að hafa smá viðmið... og setja hlutina í rétta forgangsröð.
PS. Síðasta myndin er frábær!
Björg, Ísak og Aron í CA (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 23:00
Rosalega er ég ánægð með þessa færslu... "Heyr, heyr"! :)
Frábært að sjá hvað Bjarni Jóhann er afslappaður, með bók í baði :D
Knús knús
Lauga (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 10:31
Frábærar myndir,sérstaklega baðmyndin. Gaman að sjá svona fallegar myndir af fallegum strák (já pabbinn er ágætur líka
) á þessum síðustu og verstu!! Annars er ég alveg pollróleg með allt mitt fé í Glitni - eða hvað það heitir núna. Þarf meira en þetta til að koma mér úr jafnvægi.
Bestu kveðjur til ykkar fallega fjölskylda. Hanna panna
Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 23:43
Hæ hæ, langaði til að óska ykkur til hamingju með drenginn
Fjall myndarlegur ungur maður
.
Við óskum ykkur alls hins besta
Kveðja,
Olga, Mike, Erik Yngvi og Magnús Freyr
Olga María Hermannsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 23:39
jæja, 20. október... nýjar myndir ? Kveðja frá myndafíkli/spilafíkli aldarinnar
Svava S. Steinars, 20.10.2008 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.