Slá á Tripp trap óskast

Jæja, þá er komið að því, Bjarni Jóhann er nú með sitt fyrsta kvef. Ekkert alvarlegt, bara hor í nefinu en það er svosem alveg nógu óþægilegt fyrir svona lítil nebbakríli sem kunna ekki að snýta sér. Svo er líka frekar óþægilegt að vera mjög stíflaður þegar maður fær að drekka hjá mömmu og verður að treysta á nasaholurnar með súrefni þar sem munnurinn er afar upptekinn við annað. Nefsugan er sérlega vinsæl eða þannig sko... en mamma hans hlustar ekki á neitt væl og sýgur í gríð og erg hor úr nös. Engin miskun hjá Magnúsi... Wink Svo nú eru horblettir komnir í hóp slef og ælubletta á fötum mömmunnar - guð blessi manninn sem fann upp þvottavélarnar fyrir okkur konurnar! Grin

Bjarni Jóhann er farinn að velta sér af maga á bak og er alltaf að verða betri og betri í því að sitja óstuddur. Hann er farinn að sitja í matarstól við borðið hjá okkur, við erum með stólinn mömmu og pabba í láni og hann unir sér vel þar á meðan við borðum kvöldmatinn. Mig langar hins vegar í Tripp trap stól fyrir hann. Ég fékk gamlan stól gefins en það vantar á hann slánna svo nú leita ég að slíkri slá, gjarnan notaðri. Ef einhver á má hann láta mig vita Smile.

Hér eru svo nokkrar myndir af piltinum.

Hér situr hann ábúðarfullur í stólnum.
DSC07062

Hér stundar hann eina uppáhalds iðju sína þessa dagana; að purra með tilheyrandi munnvatnsfrussi.
DSC07069

Og svo er hér ein af honum í hoppustöðinni sem amma hans og afi lánuðu okkur.
DSC07071


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar myndirmog flott hoppustöð!!

Kannski  það hafi verið kona sem fann upp þvottavélarnar en ekki maður ;O)

Begga (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband