28.10.2008 | 15:39
Zzzz....
Bjarni Jóhann er fyrir nokkru farinn að vakna snemma á morgnana móður sinni til mikillar gleði enda er hún þekkt fyrir að vera mikill morgunhani... eða þannig sko. Svona til að koma kerlingunni frammúr upp úr kl. 6 á morgnanna (lesist: um miðja nótt!!) hefur Bjarni Jóhann ákveðið að leyfa henni að horfa á Vini (Friends) á meðan hann sjálfur dundar sér á leikteppinu sínu. Snáðinn vakir yfirleitt í um klukkutíma á þessu morgunbrölti og fær sér svo klukkutíma lúr. Í fyrradag voru óvenju spennandi þættir á dagskrá morgunsins og því gat móðirin ekki slitið sig frá skjánum þegar hún sá að svefnhöfginn færðist yfir drenginn. Þessi elska var nú ekkert að kippa sér upp við það og steinsofnaði á leikteppinu sínu án þess að mamman tæki eftir því, svo stilltur og prúður og einstaklega tillitssamur við upptekna móður sína. Þegar þættinum sem var svona spennandi lauk tók móðirin sofandi drenginn í fangið og læddist svo með hann upp í til pabba hans, sem svaf á sínu græna, og fékk sér lúr með feðgunum. Er lífið ekki bara yndislegt... meira að segja svona snemma á morgnana...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
HAH! Ég sæi Aron í anda gera þetta... þ.e. sofna bara á leikteppinu sínu... hann vill sko sofa í rúminu sínu og hvergi annars staðar... kerran og bíllinn eru meira að segja ekki vinsæl...
En voðalega er maður krúttaður :)
Björg, Ísak og Aron í CA (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 20:57
hahahaha gott að FRIENDS nýtast vel um "miðjar nætur". Ég kalla ykkur bara dugleg að fara fram í stofu til að leika... hér á bæ er daman bara tekin upp í rúm til foreldranna á þessum tíma og svæfð aftur. Hehehe
Lauga (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 01:45
Já, þetta með að svæfa aftur hefur verið reynt, en það þýðir bara klukkutíma hjal og brölt eða vælugang í rúminu og á meðan sefur ekkert okkar
Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 29.10.2008 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.