Fyrsta tönnin komin

Foreldrum drengsins til mikillar furðu og jafnframt til gleði, er snáðinn kominn með sína fyrstu tönn. Vissulega er ekkert furðulegt við það að ungabörn taki tennur en það sem vekur furðu okkar Halldórs er það hversu prúðmannlega tanntakan hefur farið fram. Okkur grunaði bara alls ekki að tönn væri á leiðinni, tanntökunni hefur hvorki fylgt grenjugangur, slef-flóð, hiti, magaverkir né óværð á nóttu sem orð er á gerandi. Bjarni Jóhann er búinn að vera kvefaður og hefur öll pirringshegðun (sem þó hefur ekki verið mikil) því verið skrifuð á þau óþægindi sem fylgja litlum stífluðum hornösum og þreytu vegna svefnleysis yfir daginn, en drengurinn sefur frekar illa inni á daginn, vill bara fá að lúlla úti í vagninum sínum en það hefur ekki verið í boði fyrir kvefaða kallinn í frostinu. Í ljósi þess að heil tönn hefur brotið sér leið upp úr neðrigóm á síðustu dögum er hins vegar sennilega hægt að skrifa hluta pirringsins á tanntökuna (og jafnvel nefrennslið líka?). Tönnina fann ég í hádeginu í dag þegar ég fyrir einhverja rælni fór að þreyfa á neðrigómnum í stráknum og fann þá eitthvað hart þar fyrir. Ég ætlaði hreinlega bara ekki að trúa því að það væri komin tönn og Bjarni Jóhann var orðinn frekar pirraður á mömmu sinni sem í furðu sinni vildi fá að grandskoða góminn og tönnina í barninu... aftur og aftur Shocking

Ég fór svo með hann í 5 mánaða skoðun í dag. Hann er orðinn 70 cm og 8,2 kg. Hann fékk aftur bólusetningarsprautu og líkt og síðast brá hann ekki svip þegar sprautunni var stungið í hann. Duglegi, duglegi strákurinn minn.

Að lokum er svo hér ein mynd af drengnum sitjandi, en það er ekki langt í það að hann fari að sitja alveg.

IMG_1624


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann stendur sig betur drengurinn, en frændi hans sem kominn er á

efri ár, en ekki búinn að taka tennur enn.

   Bestu kveðjur að norðan.      S.B.H.

Stefan Hermannsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 01:16

2 identicon

Til hamingju með tönnina litli duglegi frændi minn.  Þú ert algjör hetja.

Knús frá Sydney

Sydney (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 02:01

3 identicon

Já Stebbi, sá litli virðist ætla að verða á undan frænda sínum að taka tennur. Reyndar er bara ein tönn sjáanleg enn sem komið er og því aldrei að vita...

Halldór (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 16:00

4 identicon

Til hamingju sæti strákur!! :)  Það er aldeilis!  Og svo duglegur í sprautum!! 

Mér heyrist á öllu að Aron þurfi að herða tökin ef hann á að ná þér í tanntöku og sitjanda! :)  Hann er aðeins kominn með bólgur í neðri góm og situr frekar óstyrkur, ef þér á að segja...

Björg, Ísak og Aron í CA (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 16:49

5 identicon

Þetta er hörkutól þessi drengur - enda hvernig má annað vera sé miðað við fólkið sem að honum stendur

Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 21:12

6 Smámynd: Svava S. Steinars

Flottur, nú verður hægt að bíta mömmu.... 

Svava S. Steinars, 2.11.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband