Norðurland heimsótt

Helgina 17 - 19 okt. fórum við í smá ferðalag norður í land. Við fórum norður á Akureyri á föstudagsmorguninn og stoppuðum hjá afa mínum og ömmu í Varmahlíð á leiðinni þar sem okkar beið sannkallað veisluborð eins og ætíð þegar maður tekur hús á þeim hjónum.

IMG_1540

Við komum svo til Akureyrar um þrjúleytið og heimsóttum þar Svölu í síðasta sinn í Munkaþverárstræti - Svala, við eigum inni hjá þér heimboðið í nýju íbúðina :O)
Svo heimsóttum við Stebba og Selmu og þaðan fórum við svo út á Hjalteyri til Jóa, Hemma og Bertu í Ásgarði þar sem við fengum gistingu. Það er alltaf afskaplega gott að vera í Ásgarði, betra en á 5 stjörnu hóteli.

IMG_1548
Þarna eru feðgarnir Jói og Hemmi að spjalla við Bjarna Jóhann eftir kvöldmatinn.

IMG_1564
Berta kunni greinilega nokkra brandara.

Svo er útsýnið ekki af verri endanum heldur.IMG_1558

Á laugardeginum héldum við yfir í Skagafjörð eftir að hafa snætt uppáhalds matinn hans Hemma í hádeginu: lambalærisneiðar í raspi að hætti Bertu - nammi namm!! Á leiðinni komum við aðeins við á Kambhóli hjá Lalla og Bryndísi, rétt rákum inn nefið þar sem beðið var eftir okkur í Varmahlíð. Þar áttum við nefninlega stefnumót við mömmu og pabba og Erik, Andreu, Helenu og Ísak Elí í sumarbústað sem við höfðum leigt okkur saman. Þau komu þangað á föstudeginum og voru búin að fara í heimsókn til ömmu og afa í Lindarbrekku, sjá hestana þeirra og heimsækja Steinu og Gunna á Króknum þegar við komum. Amma, afi, Steina og Gunni komu svo öll til okkar í mat um kvöldið og áttum við góða kvöldstund saman.

IMG_1572
Það fór vel á með Bjarna Jóhanni og Steinu frænku.

IMG_1585
Eitt stórt frændsystkinaknúúúús...

IMG_1570
..og afar innilegt systkinaknúúús...

IMG_1587
Bjarni Jóhann fékk að prófa hoppuróluna hans Ísaks Elí en vissi ekki alveg hvað hann átti að gera í þessu apparati Smile

Á sunnudeginum var svo pakkað saman og haldið af stað suður en að sjálfsögðu ekki án þess að koma við og kveðja okkar góða fólk. Takk allir fyrir frábæra helgi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Alltaf gaman að fara og hitta fjölskylduna.  Öfunda þá sem fengu að handleika prinsinn

Svava S. Steinars, 2.11.2008 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband