Heimsókn í Sandgerði

Við snáðinn fórum og heimsóttum ömmurnar níu í Sandgerði um daginn. Að sjálfsögðu var okkur vel tekið þar og drengnum mikið hampað. Því miður voru þær ekki allar níu á staðnum en við hittum þær sem ekki voru bara síðar og biðjum að heilsa þeim þangað til. Smile Það er nú ekki ónýtt fyrir piltinn að eiga svona margar auka-ömmur og ekki allir svo ríkir...

IMG_1788
Amma Solla heilsar upp á Bjarna Jóhann

IMG_1786
Amma Guðbjörg segir líka hæ

IMG_1792
Amma Sigurjóna knúsar krúttibolluna

IMG_1796
Amma Sigrún segir honum eitthvað mjög merkilegt, afi Reynir fylgist með.

IMG_1806
Amma Lagrimas er sko með flott hár!

IMG_1798
Amma Ebbí kunni nokkra góða brandara

IMG_1791
Amma Ester hampar drengnum

IMG_1811
Svo var farið og kíkt á hvað pabbi er að bardúsa í vinnunni. Bjarni Jóhann kíkti á nokkur smásjárgler og leiðrétti nokkrar mælingar hjá pabba sínum og sparaði honum þar með margra vikna vinnu.

Eftir skemmtilega heimsókn keyrðum við svo aftur í bæinn, mamma við stýrið og litli prófessorinn sofandi í ferða-rannsóknarstofunni sinni í aftursætinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá Bjarna Jóhanni að hjálpa pabba sínum:-) Snemma beygist krókurinn.Kv.

Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:54

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Greinilegt að þarna er upprennandi vísindamaður á ferð.  Ómótstæðilegur vísindamaður

Svava S. Steinars, 19.11.2008 kl. 01:03

3 identicon

Já, hjálpin var vel þegin enda mikill tímasparnaður þegar manni er bent á mistökin í miðri mælingu

Halldór (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband