17.11.2008 | 22:06
Heimsókn í Sandgerði
Við snáðinn fórum og heimsóttum ömmurnar níu í Sandgerði um daginn. Að sjálfsögðu var okkur vel tekið þar og drengnum mikið hampað. Því miður voru þær ekki allar níu á staðnum en við hittum þær sem ekki voru bara síðar og biðjum að heilsa þeim þangað til. Það er nú ekki ónýtt fyrir piltinn að eiga svona margar auka-ömmur og ekki allir svo ríkir...
Amma Solla heilsar upp á Bjarna Jóhann
Amma Sigurjóna knúsar krúttibolluna
Amma Sigrún segir honum eitthvað mjög merkilegt, afi Reynir fylgist með.
Amma Lagrimas er sko með flott hár!
Amma Ebbí kunni nokkra góða brandara
Svo var farið og kíkt á hvað pabbi er að bardúsa í vinnunni. Bjarni Jóhann kíkti á nokkur smásjárgler og leiðrétti nokkrar mælingar hjá pabba sínum og sparaði honum þar með margra vikna vinnu.
Eftir skemmtilega heimsókn keyrðum við svo aftur í bæinn, mamma við stýrið og litli prófessorinn sofandi í ferða-rannsóknarstofunni sinni í aftursætinu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá Bjarna Jóhanni að hjálpa pabba sínum:-) Snemma beygist krókurinn.Kv.
Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:54
Greinilegt að þarna er upprennandi vísindamaður á ferð. Ómótstæðilegur vísindamaður
Svava S. Steinars, 19.11.2008 kl. 01:03
Já, hjálpin var vel þegin enda mikill tímasparnaður þegar manni er bent á mistökin í miðri mælingu
Halldór (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.