Tanntaka og grautur

Jæja gott fólk, er ekki kominn tími á smá fréttir af snáðanum og kannski nokkrar myndir líka?

Bjarni Jóhann braggast vel og hefur það bara gott, fyrir utan smávægilegt tanntökupirr núna undanfarna daga. Hann er kominn með aðra tönn í neðri góm og tennur nr. 3 og 4 eru á leiðinni, í efrigóm sitt hvoru megin til hliðar við framtennurnar. Með þessu áframhaldi verður drengurinn orðinn fulltenntur áður en maður veit af! Mér er farið að líða pínu eins og ég sé að stinga höfðinu í gin ljónsins í hvert sinn sem drengurinn fær sér sopa hjá mömmu sinni. Hann hefur, guði sé lof, ekki bitið mig ennþá en það er óneitanlega taugatrekkjandi að vita af jafn viðkvæmum líkamspörtum í svo miklu návígi við tvær litlar skelfilega beittar tennur sem maður hefur ekkert vald yfir Crying Svo nú krossa ég alla fingur og tær líka og vona að þetta sleppi nú allt saman til. Þeir sem eiga aflögu fingur eða tær til að krossa fyrir mig mega gjarnan gera svo.

IMG_1935
Eins og er er það bara skeiðin sem fær að kenna á ofurbeittri tönn snáðans. Ef vel er að gáð má sjá rispur öðru megin á skeiðinni eftir stærri tönnina í neðri góm.... ótrúlega krúttlegt Smile 

Bjarni Jóhann er farinn að fá smá graut á kvöldin áður en hann fer að sofa. Bara smá slettu í skál til að gefa honum smá fyllingu í magann fyrir nóttina ásamt mjólkinni. Annars fær hann bara brjóstamjólk ennþá. Honum finnst ekki leiðinlegt að fá að borða og bíður spenntur þegar hann sér mömmu sína taka fram skálina og skeiðina sem hann veit að þýðir að grautur er á leiðinni. Það verður gaman að fara að gefa honum meira að borða og kynna hann fyrir fleiri fæðutegundum. Hann verður 6 mánaða í næstu viku og þá fer að færast meira fjör í leikinn á þeim vígstöðum. Miðað við álit hans á kartöflum sem hann smakkaði í fyrsta skipti í vikunni og óborganlegum svipbrigðum sem lýstu í senn ógeði og furðu þá held ég að þetta verði bara skemmtilegt.. að minnsta kosti fyrir okkur foreldrana LoL Hér eru nokkrar myndir frá því þegar hann fékk graut í fyrsta skiptið.

IMG_1840
Mamma, ertu viss um að ég vilji þetta?

IMG_1845
Kominn á bragðið... namminamminamm...

IMG_1846
Upprennandi matgæðingur.

Síðasti sundtíminn í bili var um daginn og þá tókum við þetta myndband af Lóló kennara dýfa drengnum. Er hann ekki bara duglegur?

Við ætlum með hann á framhaldsnámskeið eftir áramót en þangað til ætlum við bara að fara sjálf með hann einu sinni í viku í sund. Við erum búin að fara með hann tvisvar í laugina og honum fannst það ekki síður skemmtilegt en þegar við höfum farið með hann í tímana hjá Lóló.

DSC07085
Þrjár baðendur í sundi...

Hér er svo ein kjútípæ mynd af piltinum InLove

IMG_1893

Að lokum vil ég óska Erik litla bróður mínum til hamingju með 30 ára afmælið 11. nóv. sl. og takk fyrir frábæra veislu!!

DSC07095


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann Bjarni er bara sætasti strákur í heimi Takk fyrir að vera svona dugleg að setja inn myndir svo við ættingjar fyrir norðan náum að fylgjast með. Maður verður að vera viss um að allt fari fram eftir settum reglum - sagði spekingurinn!!

Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Takk fyrir nýjasta skammtinn fyrir okkur fíklana   Greinilegt að það verður ekki vandamál að fá þennan mann að borða.  Og ég vona það besta hvað varðar hinar hættulegur tennur skaði ekki mjólkurbúin :)

Svava S. Steinars, 23.11.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Mín er ánægjan, manni leiðist nú ekki að monta sig af unganum skal ég segja ykkur  Mjólkurbúin eru enn ósködduð, en í ljósi þess að við tókum eftir því í dag að framtennurnar eru líka lagðar af stað (tennur nr. 5 og 6!!) þá er spurning hvað það á eftir að standa lengi...

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 23.11.2008 kl. 23:44

4 identicon

Jesúsminn, ég fékk í magann þegar ég sá sundkennarann hans dýfa drengnum ofaní vatnið, hausinn fyrst!!!! :(

Bjorgen-kjorgen (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband