6 mánaða!

Í dag eru sex mánuðir síðan ég með jóga ró og rembingi kom Bjarna Jóhanni í heiminn og leit í fyrsta sinn í fallegu brúnu augun hans.... InLove Þá vó hann rúm 4 kíló og var 53 cm langur. Nú hálfu ári og óteljandi brjóstagjöfum síðar er hann orðinn 8,9 kg og 71,5cm. Litla sponsið er nú orðið að yndislegum þrítenntum öskurapa sem bræðir mann algjörlega með yndislega brosinu sínu. Hér eru nokkrar myndir og myndbönd af kappanum í tilefni dagsins.

DSC07113
Bjarni Jóhann með fyrsta bílinn sinn sem hann fékk í "afmælisgjöf" frá mömmu sinni og pabba. Hann er ánægðari með bílinn en þessi mynd gefur til kynna (var alveg furðulostinn yfir aðförum mömmu sinnar við að ná þessari mynd og mátti ekkert vera að því að brosa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mömmu hans Smile)...

...og eins og hér sést veit hann strax til hvers bílar eru...

Þennan fína bolta fékk hann sendan frá góðu fólki á Írlandi og er alsæll með þetta skemmtilega leikfang sem fyrir utan að velta og rúlla svona skemmtilega er með voða spennandi miða fastan á sér sem mjög gott er að naga... svo er hann líka merktur "rétta" liðinu... Wink
DSC07116

Nýjustu hljóðin eru öskur á háa-c-inu og það sem mamma hans kallar "þögla ópið". Hér er hann að leika sér í hoppukastalanum og það er engu líkara en að honum bregði illilega við þá sjón sem mætir honum í speglinum...

Og að lokum er hér ein mynd af tönnslunum í neðri góm. Þeir sem reynt hafa að taka mynd af tönnum í ungabarni skilja af hverju myndgæðin eru ekki betri Grin

DSC07111


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líkar við þögla ópið :) Og rosalega er hann duglegur með bílinn!! Þarf greinilega ekki að kenna drengnum réttu handtökin :)

Bjorgen-kjorgen (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 00:12

2 identicon

Þetta með dótið er ábyggilega i genunum, svo er þetta líka svo flottur bíll :)

Og mikið eru þetta fallegar og beittar tennur

Bestu kveðjur

Magnea 

Magnea (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 00:19

3 identicon

Ekki vantar nú prinsinn söngröddina. Ég þekki nokkra frækna frændur piltsins

sem fengu sér oftast nokkur glös áður en þeir brustu í söng við misjafnan

fögnuð áheyranda. Sá litli þarf þess greinilega ekki.

                                                                         Kveðja S.B.H.

Stefán Hermannsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 13:19

4 identicon

Já, það verður heldur betur gaman þegar sá litli mun taka undir með frændum sínum á næsta ættarmóti. Það verður þó líklega einhver bið á að hann yfirgnæfi þá, enda tístið, enn sem komið er, heldur veiklulegt í samanburði við drunurnar sem berast úr börkum frændanna! Annars er náttúrulega fátt sem jafnast á við undurfagran flutning norðanmanna á ´Undir bláhimni...´ 

Halldór (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 01:33

5 Smámynd: Svava S. Steinars

Heheh, greinilegt að það er í genunum hvernig á að leika sér að bílum !  Einhver stökkbreyting sem hefur komið inn í stofninn í upphafi síðustu aldar   Held að hann hafi annars snúið speglinum frá sér þar sem maður bara þolir ekki nema smá tíma af slíkri fullkomnun í einu, fær hreinlega ofbirtu í augun af fegurð 

Svava S. Steinars, 8.12.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband