Myndaskammtur fyrir myndafíkla :)

Hér eru nokkrar myndir svona rétt til að svala mestu þörfinni. Maður hefur verið latur með myndavélina núna undanfarið... hugsanlega vegna jóla-anna.... hmmmm....
En eitthvað segir mér að úr því verði stórlega bætt nú á næstu dögum... Grin

IMG_2008
Það gengur oft ýmislegt á í matartímanum á þessum bæ og oft ekki vanþörf á að breiða vel yfir snáðann og helst hans nánasta umhverfi. Litli gæinn er ansi kresinn og hikar ekki við að sýna vanþókknun sína með kröftugu purri sem sendir graut og annað fljúgandi í allar áttir eins og úr úðabrúsa... svaka gaman... GetLost

IMG_2012
Svo fær maður svona bros og þá gleymir maður öllu um grautarslettur og vesen... alveg þangað til maður stígur í herlegheitin á gólfinu...

IMG_2060
Hvað haldið þið að hann sé að hugsa þarna? Ótrúlega spekingslegur þrátt fyrir grautarklessur um allt andlit Grin

Læt þetta duga í bili, meira síðar gott fólk. Og að lokum þetta:

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári - og hér er eitt hlýlegt og gott jólaknúúús fyrir þá sem vilja... Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Ahhhh, þakka kærlega nýjan myndaskammt   Ég óska ykkur fjölskyldunni gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.  Hlakka mikið til að fylgjast með unganum á nýju ári (skrið, labb, hlaup, frekja...)  Verum í bandi varðandi spil yfir hátíðirnar !

Jólaknús frá síbrotakonunni síkátu, kanínunni, stökkmúsunum, skjaldbökunni, fisknum og froskinum :)

Svava S. Steinars, 23.12.2008 kl. 11:00

2 identicon

Vid sitjum hjer i Vegas og hugsum til thin, ljufurinn minn.... En annars voru thessar myndir af thjer mjog saetar, en svoludu bara rjett svo mestu myndagraedginni!  Koma svo!!

Gledileg jol til thin og foreldranna.  Sjaumst a nyju ari!!! Takk fyrir knusid :)

Bjogga og strakarnir (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 21:42

3 identicon

Takk fyrir þennan myndaskammt, aldrei of mikið þeim Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Hlakka til að sjá jólamyndirnar. Smjúts

Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 22:51

4 identicon

Takk fyrir myndirnar og knúsið, stórt knús til baka.

Gleðileg jól elskurnar og við þurfum endilega að finna tíma fyrir spil fyrir 30. des ;)

Bestu jólakveðjur

Magnea

Magnea (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 10:23

5 identicon

Gleðileg jól og gott og farsælt nýtt ár til ykkar allra. hittumst heil á

nýja árinu. Gaman að sjá hvað litli prinsinn er fljótur að átta sig veröldinni.

Stefán Hermannsson (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 02:34

6 identicon

G

Gleðileg jól kæra fjölskylda og gæfuríkt ár,frábært að fylgjast með ungum manni  vaxa og dafna svona vel við ,ástuð sinna indislegu foreldra.Kærkveðja og þökk fyrir jólakveðjuna      Svala

Svala Steinþórsd. (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 12:18

7 identicon

Jæja, ehemmmm.... er ekki kominn tími á jólamyndir???!! Hóst hóst... mér finnst þetta nú bara frekar léleg frammistaða....

Bjorgen-kjorgen (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 19:42

8 Smámynd: Svava S. Steinars

Gleðileg jól!  Jæja... jólamyndir???? Tek undir með Björgu.  Er kominn með fráhvarfseinkenni!

Svava S. Steinars, 28.12.2008 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband