Fyrstu jólin

Takk kæru vinir fyrir góðar kveðjur okkur til handa hér á bloggsíðunni. Og hér koma svo jólamyndirnar af kappanum - loksins loksins segja víst sumir... Smile

IMG_2129
Kominn í jólafötin sem amma og afi gáfu honum. Svaka smart gæi með bumbuna út í loftið Grin

IMG_2141
Við vorum í mat hjá mömmu og pabba í Kleifarselinu á aðfangadag. Hér skoða Bjarnarnir jólatréð, sá yngri af sýnu meiri áhuga og andakt en sá eldri, enda aldrei séð slík herlegheit fyrr.

IMG_2144
Svo mátti meira að segja snerta sumar kúlurnar...

IMG_2147
Hér er hann búinn að koma sér vel fyrir í pakkaflóðinu til að geta skoðað í makindum þessa fínu glimmerjólakúlu. Ekki amalegt það...

IMG_2164
Þegar fullorðna fólkið var búið að gæða sér á dýrindis purusteik og unginn á sætum kartöflum og gulrótum, var eldhúsið spúlað í snarheitum svo hægt væri að ráðast í það að opna pakka. Bjarni Jóhann fékk ófáa pakka og hafði gaman af að skoða þá í krók og kring. Svo heyrðist líka svo flott í þeim þegar hann sló á þá - fínustu trommur. Úr pökkunum kom margt góðra gjafa og kunnum við þeim sem gáfu bestu þakkir fyrir.

IMG_2154
Á sérstökum hátíðis og tyllidögum er hellt upp á kaffi í "konunni" (heitir sko Cona), þessari forláta kaffikönnu sem pabbi á. Kaffið úr henni er víst sérstaklega gott, sjálf hef ég ekki smakkað það þar sem ég er önnum kafin við að sukka í malti og appelsíni þegar þetta kaffi er drukkið Tounge

IMG_2162
Hvað segirðu amma, fékkstu þetta fína úr í jólagjöf? Ekki það nei? Mikið svakalega er það nú samt fallegt, eða hvað finnst þér afi?

Þegar búið var að opna alla pakka, drekka saman kaffi og hafa það huggulegt fórum við litla fjölskyldan heim á leið. Takk fyrir enn ein yndisleg jól mamma og pabbi! InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Gleðilegt nýtt ár kæra litla fjölskylda! Takk fyrir myndaskammtinn, var komin með heiftarleg fráhvarfseinkenni vegna skorts á nýjum myndum.  Herrann er ótrúlega flottur í sparifötunum og verður greinilega fagmaður í pakkaopnun :)  Hlakka til að sjá ykkur á þessu ári !

Svava S. Steinars, 1.1.2009 kl. 05:09

2 identicon

Jeg sprakk af hlatri thegar jeg sa Bjarna bumbukarl i jolafotunum sinum!! Ekkert sma saetur!!! Gledileg jol og gledilegt nytt ar! Takk fyrir forlata jolakort, rosalega flott! Thu ert snillingur, Helgen-Pelgen!

Bjogga og strakarnir (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 03:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband