2.1.2009 | 22:45
Jóladagur
Á jóladag fórum við í jólaboð fjölskyldu Halldórs í Keflavík. Það var haldið heima hjá Jóhanni og Karen líkt og undanfarin ár og þar var glatt á hjalla eins og endra nær. Bjarni Jóhann þarf ekki að kvarta undan skorti á athygli í þeim hópi og undi sér vel.
Herdís, Þórhanna og Karen lystakokkar sáu um veitingarnar eins og venjulega. Enda var bæði kalkúnn og hangikjöt afskaplega gott og allt meðlæti líka.
Það er engu líkara en að Bjarni Jóhann sé þarna að biðja fyrir frændsystkinum sínum, þeim Arndísi, Töru og Kristófer.
Þarna sýnir Kristófer hvernig hann er reiður. Það jók enn áhrifin að Tara og Arndís voru búnar að mála hann áður
Hérna sitja þeir frændur Kristófer og Bjarni Jóhann og leika sér með lest þess fyrrnefnda. Misjafnt hafast þeir þó að því sá eldri er að setja hana saman á meðan sá yngri reynir að hrifsa lestina af teinunum og smakka á henni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Úúú sætir dúllufrændur
Svava S. Steinars, 4.1.2009 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.