Jóladagur

Á jóladag fórum við í jólaboð fjölskyldu Halldórs í Keflavík. Það var haldið heima hjá Jóhanni og Karen líkt og undanfarin ár og þar var glatt á hjalla eins og endra nær. Bjarni Jóhann þarf ekki að kvarta undan skorti á athygli í þeim hópi og undi sér vel.

IMG_2177
Herdís, Þórhanna og Karen lystakokkar sáu um veitingarnar eins og venjulega. Enda var bæði kalkúnn og hangikjöt afskaplega gott og allt meðlæti líka.

IMG_2191
Það er engu líkara en að Bjarni Jóhann sé þarna að biðja fyrir frændsystkinum sínum, þeim Arndísi, Töru og Kristófer.

IMG_2193
Þarna sýnir Kristófer hvernig hann er reiður. Það jók enn áhrifin að Tara og Arndís voru búnar að mála hann áður Grin

IMG_2200
Hérna sitja þeir frændur Kristófer og Bjarni Jóhann og leika sér með lest þess fyrrnefnda. Misjafnt hafast þeir þó að því sá eldri er að setja hana saman á meðan sá yngri reynir að hrifsa lestina af teinunum og smakka á henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Úúú sætir dúllufrændur  

Svava S. Steinars, 4.1.2009 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband