5.1.2009 | 12:04
7 mánaða gaur
Bjarni Jóhann er nú orðinn rétt rúmlega 7 mánaða gamall Hann er alltaf að verða meiri og meiri gaur, hoppar og skoppar í fanginu á manni, rær fram og til baka og dregur sig áfram á maganum. Hann tjáir sig mikið og rekur upp hvell óp á innsoginu og öskur af öllum lífsins kröftum sem gera alla eyrnapinna óþarfa á heimilinu.
Þetta er aðalfjörið þessa dagana - hoppiróla sem Andrea og Erik lánuðu okkur - eða honum öllu heldur. Það sem barnið getur hoppað í þessu apparati!
Lífið er ekki bara eintóm sæla þó maður sé bara 7 mánaða Það getur t.d. verið afskaplega pirrandi að vera fastur á maganum þegar maður vill í rauninni sitja, eða jafnvel láta taka sig í fangið. Merkilegt nokk finnst mömmu og pabba unginn meira að segja krúttlegur þegar hann tekur pirrgrenj... a.m.k. svona fyrstu 10 sekúndurnar...
Ikeamúsin er afskaplega góður vinur. Hún er svo einstaklega mjúk og meðfærileg og svo er hún bæði með trýni, lappir og langt skott sem gott er að japla á. Mjááááá.....
Litli ormurinn dregur sig áfram með höndunum og fer þannig um. Hann er því farinn að kanna umhverfið gaumgæfilega og smakkar hér á eldhússtól. Engum sögum fer af bragðgæðum stólsins öðrum en þeim að þau hafa ekki verið reynd aftur þó stóllinn hafi ítrekað verið skoðaður.
Að lokum er hér ein brosmynd af krúttinu Ef vel er að gáð má sjá glitta í framtennurnar í drengnum.
Læt þetta duga í bili - meira síðar!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
OF.. HÁR.. CUTENESS.. FACTOR... - Hjartastopp !
Svava S. Steinars, 5.1.2009 kl. 12:36
Já, nú sé ég tönslurnar vel!!!! þessi gaur er bara langflottastur!!!!
Abba (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.