9.1.2009 | 16:50
Leikfélagar
Bjarni Jóhann og Guðrún Helga leika sér saman. Mér finnst Guðrún Helga rosalega lík mömmu sinni á þessari mynd eins og hún var á þessum aldri.
Helena sýnir Bjarna Jóhanni hvernig á að spila á tambórínuna. Sjáið hvað hann er áhugasamur nemandi!
Bjarni Jóhann og Ísak Elí "ræða" hvor eigi að spila á gítarinn og hvor á tambúrínuna í hjómsveitinni sem þeir eru að stofna. Eðli málsins samkvæmt vilja þeir báðir helst spila á það sem hinn vill vera með. Þeir verða einhverntíman góðir saman!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég bíð spennt eftir fyrsta geisladisknum frá þessum upprennandi tónlistarmönnum
Svava S. Steinars, 12.1.2009 kl. 01:17
Sæl Helga mín
Gleðilegt ár og til hamingju með litla Bjarna. Bara láta þig vita af mér hér á síðunni
fylgist með litla Bjarna Eriks börnum og ömmunni og afanum og hef gaman af
kv.Kata gamli nágranni úr Kjarrhólmanum
Katrín (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 17:15
Hæ Kata, takk fyrir kveðjuna! Gaman að vita að þú kíkir stundum við hér á montsíðunni okkar
Kær kveðja til þín og þinna unga - Helga G
Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 15.1.2009 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.