15.1.2009 | 17:39
Í vinnunni hjá afa Bjarna
Við Bjarni Jóhann höfum verið að hjálpa afa Bjarna að undanförnu í vinnunni hans. Ég er að hjálpa honum að gera vörutalningu og snáðinn hjálpar honum að gera eitthvað allt annað en að vinna
Barnið er geymt í kassa þegar það er vakandi og eins og sjá má á þessari mynd líður honum bara vel í kassanum... enda í góðum félagsskap bestu vinkonu sinnar IKEA-músarinnar.
Svo kemur amma Dísa stundum við hjá okkur og þá fær snáðinn félagsskap á útileguteppinu sem hefur fengið hlutverk leikteppis í afa-vinnu. Eins og sjá má er músin góða aldrei langt undan...
En oftast er hann þó sofandi á meðan mamma er að telja og hér er ein dúllumynd af honum á leiðinni út að sofa...
Ooooooooh músímúss....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
OOooooo bjútímúsin
óóó ekki gott fyrir eggjastokkanna!!!
Magnea (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:21
Ó eru þetta eggjastokkarnir ? Hélt þetta væru kirkjuklukkur ! OMG LANGAR AÐ EIIIIGA HANN :D
Svava S. Steinars, 16.1.2009 kl. 16:47
Skil ykkur vel því svei mér ef ekki heyrist pínu bjölluhljómur úr mínum eigin eggjastokkum yfir þessu krútti og á ég hann þó! En svo rekur hann upp sitt skerandi óp sem yfirgnæfir allt og þá heyri ég ekki lengur í þeim...
Svava - þú mannst að ég veit hvar þú átt heima svo hafðu þig hæga....
Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 17.1.2009 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.