19.1.2009 | 22:25
Drengur á fullu
Bjarni Jóhann er sífellt að verða duglegri að hreyfa sig. Nú er hann farinn að geta sest upp sjálfur og því er hann hættur að væla á mömmu sína ef hann lendir á maganum án þess að ætla sér það - sem er náttúrulega bara mjög gott. Í gærkvöldi þegar hann var að fara að sofa settist hann svo upp í rúminu sínu og horfði svo á mig í gegnum rimlana voða stolltur og skildi ekkert í því af hverju mamma hans hrósaði honum ekki fyrir þessar miklu framfarir! Þetta þurfti svo náttúrulega að æfa nokkrum sinnum áður en hann sofnaði - rúmri klukkustund síðar. Hann er líka að læra að það er ekki hægt að setjast upp alls staðar, t.d. ekki undir eldhússtólunum og ekki undir stofuborðinu eins og hann reyndi í morgun. Varð svo bara pirraður yfir þessu borði sem var að trufla hann og mamma varð að bjarga honum...
Amma Dísa og afi Bjarni gáfu honum nýtt leikteppi í síðustu viku sem hann er afskaplega ánægður með. Það er svo gott að veltast um á því, myndirnar á því eru skemmtilegar og svo er sko alveg rosalega flottur og risastór miði á því sem drengurinn þarf að skoða nokkrum sinnum á dag! Vonir standa svo til að hann læri að skríða innan tíðar á þessari fínu mottu. Hann er allavegana mjög duglegur að fara á fjórar fætur en veit svo ekkert hvað hann á að gera meira
Í síðustu viku gerðist svo þetta:
.... drengurinn fann á sér nasaborurnar!! Við vitum víst öll hvað það þýðir... Nefboranir B.J.H. ehf. hafa þar með verið stofnaðar og munu umsvif þeirra án efa einungis fara vaxandi næstu ár...
Meira síðar gott fólk...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:32 | Facebook
Athugasemdir
Trúið mér, Nefboranir B.J.H. ehf. munu fljótlega færa út kvíarnar og fara að bora í önnur nef líka. Það hefur amk verið mín (sársaukafulla) reynsla. Og bráðum fer litla skriðdýrið af stað og þá verður nú fjör í kofanum !
Svava S. Steinars, 21.1.2009 kl. 01:33
Litli bollukinnakarl! Oh hlakka til að kreista hann! :) Sjáumst fljótlega!
Bjögga, Aron, Ísak og Abdul (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 03:37
OMG hvað þetta er krúttlegt og já nasaholurnar verða vandlega skoðaðar næstu ár :)
Bestu kveðjur
Magnea, logguð inn sem Haraldur ;)
Haraldur Rafn Ingvason, 21.1.2009 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.