6.2.2009 | 12:00
Spiladagur
Hinn árlegi spilahittingur í "hinum" spilaklúbbnum mínum var um daginn, hér hjá okkur. Það var mikið fjör og mikið gaman eins og ætíð, þó með nýju sniði núna þar sem tveir einstaklingar í klúbbnum hafa skipt sér í tvennt síðan síðast var spilað og litlu sprotarnir tveir voru núna með í fyrsta skipti utan bumbu.
Það þurfti að sinna ýmsu öðru en spilamennsku en þrátt fyrir það tókst okkur að spila bæði smá af Ticket to ride og svo eitt "lítið" Carcassonne" (grunnspil + 2 viðbætur). Og raða í okkur veitingum náttúrulega, ekki má gleyma því!
Börnin léku sér á gólfinu á meðan fullorðna fólkið lék sér við eldhúsborðið. Guðrún Helga fékk svo að prófa hoppukastalann og fannst hann bara mjög skemmtilegur. Bjarni Jóhann leiðbeindi henni aðeins fyrst enda þaulvanur þessu apparati.
Tveir sætir. Þeir eru nú pínu líkir feðgarnir... há kollvik, bollukinnar, hökuskarð og undirhaka... eru þetta ekki norðlensku genin, þið norðanfólk?
Það er nú pínu svipur með þessum tveim líka... Bobbi og Guðrún Helga gera sig klár til að yfirgefa gleðskapinn...
... en fyrst þurftu pabbarnir aðeins að leika sér smá með... nei afsakið, ég meina við börnin...
... sem fannst það hreint ekki leiðinlegt!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Flottar myndir. Já útlitseinkennin Helga mín hmmmm..... Bollukinnar, hökuskarð og há kollvik (eða stækkandi enni) finnast á mörgum norðanmönnum! Undirhakan er víst líka til þótt maður sé ekki alveg tilbúin að samþykkja hana sem ættareinkenni Bestu kveðjur til ykkar
Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 16:26
Útlitsmunurinn á þeim feðgum er aðallega sá að sá yngri er ekki enn orðinn jafn skeggjaður og pabbinn.
Stefán Hermannsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 01:12
Mig langar að ÉTA þessi litlu kríli, þau eru svo sæt !
Svava S. Steinars, 16.2.2009 kl. 14:24
Svava, börn eru ekki matur, ekki einu sinni í krepputíð!!
Og já, þeir eru alveg jafn sætir, þessi með skeggið og hinn sem er skegglaus
Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 16.2.2009 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.