Tvær litlar baðendur

Guðrún Helga frænka hefur núna farið tvisvar í sund í ungbarnatímann sem er á eftir okkar tíma hjá Lóló. Henni finnst það sko ekki leiðinlegt og stendur sig eins og hetja, búin að kafa og allt! Hér eru nokkrar myndir frá fyrsta sundtímanum hennar.

IMG_2636
Bjarni Jóhann fékk að vera lengur í sundi þennan dag og var afskaplega ánægður með það. Hér er hann að heilsa Guðrúnu Helgu vinkonu sinni sem er þarna komin ofan í ásamt móður sinni henni Laugu frænku.

IMG_2648 - Copy
Það vafðist nú ekki fyrir stúlkunni að standa svona fínt hjá Lóló strax í fyrsta sinn sem hún prófaði það. Ég meina, stelpan er náttúrulega snillingur...

IMG_2638
...eins og mamma hennar, sjáið bara hvað þær eru sætar og gáfulegar saman! Enda ekki skyldar mér fyrir ekki neitt, ha. Cool

IMG_2657 - Copy
Já þeim þótti nú ekki leiðinlegt að fá að leika saman í sundi krökkunum. Mömmunum leiddist það nú ekkert sérstaklega heldur...

Og svo er hérna eitt myndband af Bjarna Jóhanni að sýna listir sínar.

Sem sagt, tveir upprennandi sundgarpar hér á ferð sem eflaust eiga eftir að skemmta sér vel saman í sundi þegar fram líða stundir, rétt eins og mæður þeirra á Króknum hér í denn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ! Frábærar myndir hjá þér Helga mín. Ég er búin að bíða eftir því að sjá myndir af Guðrúnu Helgu ömmu stelpuni minni  það var ekki vera að sjá Bjarna Jóhannmeð henni og ykkur frænkur     Takk takk.

Steinunn og Gunnar (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 12:14

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Æðislegar baðendur   Frábært hvernig hárið á litlu dömunni verður þegar það blotnar   Eru greinilega ánægð með sundtímana.

Svava S. Steinars, 19.2.2009 kl. 19:16

3 identicon

Úff, dugleg!  Ég fékk alveg bara í magann þegar ég sá hann fara á bólakaf! En svo bara skaust hann uppúr með bros á vör :D  Algjörar dúllur, krakkarnir!

Björg spiló (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband