18.2.2009 | 21:44
Lítið matargat
Drengurinn er alltaf að fá að smakka eitthvað nýtt. Sumt finnst honum ekkert sérstakt en annað fellur honum einstaklega vel í geð. Dæmi um slíkt er annars vegar...
...kleinurnar hennar Jóhönnu frænku, pilturinn eltir mann á röndum ef hann sér mann með slíkt hnossgæti í höndunum (hér er hann búinn að leggja pabba sinn í gólfið og hugsar sér gott til glóðarinnar að fá sér bita af kleinunni hans)...
...og hins vegar harðfiskur, barnið er hreinlega vitlaust í harðfisk - þar líkst hann heldur betur karli föður sínum. Sjáið líka bara hvað hann er stoltur af syni sínum, sem bítur hér í bitafisk og er ekkert á þeim buxunum að sleppa!
Það má nú líka alveg sjá á drengnum að hann fær eitthvað að borða, hann er núna orðinn 75cm og 9,5 kíló.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 20.2.2009 kl. 11:07 | Facebook
Athugasemdir
Tíhí, ekkert smá sætur með harðfiskinn uppi í sér !! Greinilegt að harðfisksgenið er ríkjandi
Svava S. Steinars, 19.2.2009 kl. 19:14
Já finnst honum frænda mínum harðfiskur góður. Það trúi ég að komi að mestu úr föðurættinni og sú harðfiskást úr móðurættinni Hef sjaldan séð og fyrirhitt jafnmiklar harðfiskætur og Le Kambhólsættina!!! Svo er hann svo ákveðinn á myndinni. "Reynið bara að taka harðfiskinn af mér!" getur maður ímyndað sér að hann sé að hugsa. Bjarni Jóhann er bara sætastur
Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.