9 mánaða skriðdýr

Þá er litli unginn okkar orðinn níu mánaða patti. Hann er alveg kominn á fullt, skríður út um allt og stendur upp eða gerir tilraun til þess við allt sem honum dettur í hug, með misjöfnum árangri þó. Kúlur og marblettir eru komin til að vera næstu árin er ég hrædd um.

IMG_2699

Hér stendur hann við sófaborðið sem er einn af uppáhalds stöðunum hans, þar nær hann að halda sér vel í og getur labbað auðveldlega meðfram borðinu og yfir í sófann eða stólinn. Hann kann líka að setjast niður aftur, sem er gott því þá þarf hann ekki lengur að garga á mig til að koma og hjálpa sér niður. Hann gargar nú alveg nóg samt og þá á ég ekki við neitt svona venjulegt, krúttlegt garg og óp sem fylgir þessum elskum, heldur hátíðniöskur dauðans! Bless bless heyrn á hærri tíðnum... ég var hvort sem er ekkert að nota þig...

DSC07256
Svona heilsaði hann mömmu sinni í dag þegar hún kom að sækja hann úr eftirmiðdagslúrnum. Eins gott að þessi litli apaköttur var í beisli!

Kappanum finnst mjög gaman þegar hann hefur leikfélaga, hér er hann að leika með frænku sinni Guðrúnu Helgu. Þau eru nú meiri dúllurnar saman, daman og jarðýtan Grin

Þetta með að "ekki bíta hana í tærnar" kemur til vegna þess að sá stutti er algjör bitvargur þessa dagana þar sem hann er að taka 2 tennur í neðri góm. Hann á því til að skutla sér á girnilega bitstaði þegar æðið grípur hann og þar eru tær í sérstöku uppáhaldi. 

Hann kann orðið nokkur partýtrikk eins og að klappa og að hrista hausinn þegar maður segir neineinei en þessi trikk sýnir hann bara þegar honum sjálfum þóknast - ég er ansi hrædd um að þessi litli maður vilji vera sinn eiginn herra. Hann þvertekur alveg fyrir að sýna hvað hann er stór eða sterkur, finnst greinilega algjör óþarfi að vera eitthvað að monta sig af jafn augljósum atriðum. Ég náði smá myndbandi af honum í stuði í kvöld, að leika "týndur" og að hrista hausinn. Ástæðan fyrir því að hann kemur ekkert upp undir það síðasta er sú að hann hafði runnið til og gat ekki staðið upp eins og áður. Hann langað samt svo mikið til að leika að hann týmdi ekki að sleppa Smile

Svo fórum við út að leika í dag í nýja pollagallanum og nýju stígvélunum.

DSC07258
Honum leist nú bara alveg ágætlega á þetta, sérstaklega þegar hann uppgötvaði að hann gæti alveg hreyft sig í þessari múderingu og skreið af stað til að kanna heiminn. Já, svona er maður nú að verða fullorðinn...

Jæja, látum þetta gott heita af piltinum í bili... meira síðar gott fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Omg, Herra Ómótstæðileg rúsína !  Hehe, ég hef heyrt hátíðnihljóðin í gegnum síma, þið þurfið ekkert að efast um að heyrnaskaðinn er varanlegur.  Þetta er greinilega kraftakarl, guð hjálpi ykkur þegar hann fer að ganga!

Svava S. Steinars, 1.3.2009 kl. 19:53

2 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Já, mér hefur einmitt verið hugsað til þín og hljóðmælisins þegar hann tekur verstu rokurnar...

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 1.3.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband