Stóóór strákur...

Blessunarlega er alltaf nóg að gera á þessu heimili (eins og sjá má t.d. á því hve dugleg húsmóðirin er að uppfæra þessa blessuðu síðu...) og heimilisfólki hér leiðist því ekki. Drengurinn er nýbúinn að vera með fyrsta alvöru kvefið sitt og þá hafði húsmóðirin nóg að gera við að snýta litlu nefi sem lak eins og botnlaust kerald úr Borgarfirði. Drengurinn var ekki par hrifinn af snýtingunum þrátt fyrir blíðleg handtök móður sinnar og sýndi og sannaði svo um munaði í hvert sinn sem hann sá snýtipappír nálgast trýnið að raddböndin voru í góðu lagi þótt nefið væri stíflað. Móðirin hafði nú aðallega eitt um þetta allt að segja; mikil lifandis ósköp sem eitt lítið nefkríli getur framleitt af hori!!

DSC07284
Hér er drengurinn að spjalla við vinkonur sínar, stúlkurnar í skápnum. Abba amma mín gerði þessar fínu dúkkur sem pilturinn er heldur betur hrifinn af og heimsækir reglulega.

Eins og ég hef sagt frá hér áður hefur Bjarni Jóhann ekki séð ástæðu til þess að svara spurningunni "hvað ertu stór?" neitt sérstaklega. Það er að segja allt þar til afi Bjarni kom hér í heimsókn og tók tal af piltinum. Meðal þess sem afi spurði ungann að var "jæja, Bjarni, hvað segirðu, ertu stór?" (sagt bara á rólegu nótunum enda átti afi ekki von á svari). Haldið þið ekki að pilturinn hafi gert sér lítið fyrir og svarað afa sínum um hæl...

DSC07280
... svooona stór!! Kallinn kunni þetta greinilega allan tímann en fannst greinilega ekki ástæða til að svara þessu fyrr en afi spurði svona kurteisislega. Grin

Eins og öllum börnum finnst Bjarna Jóhanni Cheerios afskaplega gott. Svo er það náttúrulega fullkomið til að leyfa þeim að tína upp í sig og þjálfa fínhreyfingarnar. Pilturinn fær því að sjálfsögðu nokkra hringi af og til og þeir rata undantekningarlaust allir í munninn á endanum... ja, nema þegar pabbi hans fer eitthvað að blanda sér í málin. Þá geta nú undarlegir hlutir gerst...

DSC07282
... "hmmm..." gæti pilturinn verið að hugsa þarna, "ég er viss um að ég átti eitt eftir, en hvað varð eiginlega af því?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Hehe, strax orðinn hrifinn af uppábúnu kvenfólki   Og megasætur með Cheerios á nebbaling :) 

Svava S. Steinars, 17.3.2009 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband