Bjarni Jóhann heilsar heiminum á ný

 

Já hæ allir saman og takk fyrir að nenna ennþá að kíkja hingað inn þrátt fyrir að laaaangt sé síðan eitthvað var hér að hafa síðast!
Nú erum við sem sagt flutt og komin í síma- og netsamband á ný. Fyrir þá sem ekki vita tókum við sem sagt upp á því að taka á leigu 100fm íbúð í Flúðaselinu, "bara" helmingi stærri íbúð en okkar í Austurberginu. Og vááá! þvílíkur munur á plássi! Við erum öll alsæl með þetta og erum að koma okkur fyrir í rólegheitunum. Ég segi ykkur kannski betur frá íbúðinni seinna en ég þykist vita að það sé meiri áhugi á þessu hérna núna:

DSC07346
Já maður getur nú brosað til mömmu sinnar...

DSC07388
Jón bóndi gáir til veðurs í Austurberginu. Þetta gerði hann reglulega yfir daginn eins og sönnum bónda sæmir, en því miður nær glugginn á svalahurðinni hérna á nýja staðnum ekki svona langt niður svo allar veðurpælingar hafa dottið niður í bili.

DSC07325
Litla risaeðlan að leika... ég væri alveg til í að geta gert þetta...

DSC07326
Hahahahahahaha... er það nú grín!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Loksins loksins !  Fráhvarfseinkennin voru alveg agaleg !  Elsku músslí myndast ekkert smá vel en ennþá betra er að sjá hann með eigin augum eins og á laugardaginn.  Fleiri myndir munu halda mér á lífi þar til næst !

Svava S. Steinars, 10.5.2009 kl. 12:25

2 identicon

Hæ hæ öllsömun!

Til lukku með íbúðinna og bekkjaplásið Helga mín  þú veist hvað ég meina.

Svo sér maður aldrei nó af litlu frændsyskinum mínum og barnabarni mínu.

Stórt knús til ykkra allra.

Steinunn (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 13:38

3 Smámynd: Magnea Karlsdóttir

Takk kærlega, mikið var gaman að sjá myndir hann er svo fallegur og myndast svo vel.

Magnea Karlsdóttir, 11.5.2009 kl. 13:08

4 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Takk fyrir kveðjurnar og hólið
Og já Steina - bekkjaplássið er æði og elskulega hrærivélin mín hefur fengið heiðursess á bekknum!

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 11.5.2009 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband