11.5.2009 | 19:25
Afmæli hjá Ísak Elí
Þessi myndarpiltur átti afmæli um daginn, nánar tiltekið 4. apríl. Þá var að sjálfsögðu boðið í afmæli og afmælisbarnið bar þessa líka fínu afmæliskórónu. Ísak Elí bauð svo upp á dýrindis kökur og aðrar veitingar og þáði afmælispakka eins og vera ber. Það var greinilegt að þetta var strákaafmæli því upp úr nánast öllum pökkum kom bíll
Afmælisbarnið hefur það notalegt innan um gömlu bílana hans pabba síns. Ef maður á ekki að hafa það notalegt á afmælinu sínu, ja.. hvenær þá?
Helena stóra systir og frænka.
Gvöð hvað þetta eru miklar dúllur!! Stóra skvísan okkar hún Helena með sólgleraugun sín og nýju garðhanskana, Bjarni Jóhann með kolamolana sína og afmælisbarnið Ísak Elí með himinbláu augun sín. Systkinin eru nú eins og sjá má öllu hárprúðari en afkvæmi mitt enn sem komið er...
Og svo er hér að lokum eitt myndband af frændunum saman. Ísak Elí er svoooo góður við litla frænda Og takið líka eftir Helenu í bakgrunninum, hún fór út með vatsbyssu og var svo að sprauta á strákana í gegnum glerið, þeim til mikillar skemmtunar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:44 | Facebook
Athugasemdir
Omg, það er hægt að drukkna í þessum risastóru bláu augum! Til hamingju með litla frænda Frábært að sjá hvað hann er góður við yngri frænda sinn, svo alúðlegur að hann eltir hann til að geta klappað honum! Ekki leiðinlegt að sjá myndir af þessum þremur krúttum
Svava S. Steinars, 13.5.2009 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.