Bjarni Jóhann eins árs!!

Já, þá rann dagurinn upp, litla barnið okkar er orðið eins árs patti. Hann ákvað að taka daginn snemma, vaknaði galvaskur kl. 5 og harðneitaði að fara að sofa aftur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir móður hans til að koma honum í ró. Svo við fórum þá bara fram að leika...

DSC07525

... og það fannst stubbaling sko ekki leiðinlegt!

DSC07529

Svo þurfti náttúrulega að knúsa og kyssa nýjasta vininn sinn, tuskuhundinn frá ömmu og afa sem fengið hefur nafnið Mosi því hann mjúkur eins og mosaþemba. Bjarni Jóhann er mikill hundakall og þó honum þyki alvöru hundar meira spennandi er Mosi bæði sætur og ó svo mjúkur mjúkur mjúkur...

 

DSC07536

Auðvitað fékk stóri strákurinn nokkra pakka í dag, hér er hann með sirkusmúsina frá mömmu sinni og pabba...

DSC07544

... og hér er hann að taka utan af forláta bíl frá ömmu og afa. Svo fékk hann líka ferlega sætan hund til að draga, frá Steinu frænku og Gunna.

Þegar þetta er skrifað sefur litla afmælisbarnið sætum blundi eftir annasaman en góðan afmælisdag. Ef hann hefði vit á því myndi hann örugglega dreyma um afmælisveisluna sína, alla pakkana sem hann veit ekki að hann langar í og súkkulaðiafmæliskökuna sem hann hefur aldrei bragðað...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Til hamingju með afmælið sæta mús !!  Hlakka til nýs árs með fullt af myndum af þér, fyrsta árið lofar góðu um framhaldið

Svava S. Steinars, 28.5.2009 kl. 23:31

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Innilegar hamingjuóskir með afmælið Bjarni Jóhann okkar ... nú er tilefni til að yrkja ljóð, eins og gert var fyrir einu ári ... tvö erindi að þessu sinni ...

Bjarni Jóhann eins árs er
fagna skal því eins og vera ber
skreyta á köku, og setja á hana ber
drekka kók, ... magn sem fyllir baðker

Þungur ertu, eins og sker
Glaður og krúttulegur, ekki ólíkur mér,
Gargar á við stórt flugager
Ætlar þú að verða Magnús Ver?

Ljóð sennilega með betri verkum höfundar!!  En kemur skammarlega seint ... þar sem afmælið var í gær ...

"Vertu svo duglegur að borða hafragrautinn þinn, því annars kemur pabbi með póstvagninum!"  (siðbætandi tilvitnun úr klassísku bókmenntaverki um hetjuna Lukku-Láka ... Söngvírinn e. Morris og Goscinny)

Kveðja frá öllum, 

Múrenan

Páll Jakob Líndal, 29.5.2009 kl. 10:12

3 Smámynd: Páll Jakob Líndal

NB! ein stafsetningarvilla í ljóðinu (seinna erindinu), þar sem stendur "flugager" á auðvitað að standa "fuglager" :D

Kv. M

Páll Jakob Líndal, 29.5.2009 kl. 10:46

4 Smámynd: Magnea Karlsdóttir

Gott ljóð og já, hljóðin minna meira á fugla en flugur

Og aftur til hamingju með daginn litli kall.

Bestu kveðjur

Magnea

Magnea Karlsdóttir, 29.5.2009 kl. 12:54

5 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Innilega til hamingju!

Mikið rosalega er tíminn fljótur að líða og breytingarnar örar í lífinu!  Mér sýnist vera bara mjög nálægt því ár síðan ég leit við hjá ykkur síðast (á blogginu).

Sendi ykkur innilegar kveðjur,

P.S.: Hlekkur fyrir Halldór, ef hann er ekki þegar búinn að sjá þetta, á stórmerkilegar rannsóknarniðurstöður Einars Árna og félaga um ört "gerviúrval" úr þorskstofninum: http://www.plosone.org/article/info%3Adoi%2F10.1371%2Fjournal.pone.0005529

Eiríkur Sjóberg, 30.5.2009 kl. 16:22

6 identicon

Takk fyrir kveðjurnar kæru vinir!

Sá litli má vera ánægður því fæstir fá svona snilldarljóð í afmælisgjöf  Og takk kærlega fyrir sendinguna til Bjarna Jóhanns frá Svíaríki! Ég er sammála því að hljóðin sem stundum koma frá honum minna frekar á stórt fuglager en flugnager en ég hreinlega vissi ekki að Homo sapiens gæti náð svona hárri tíðni með raddböndunum einum saman!

Já Eiki, tíminn flýgur áfram á ótrúlegum hraða. Manni finnst aldrei nægur tími neins en ég ætla nú samt fljótlega að finna tíma til að kíkja til þín í kaffi...sannarlega tími til kominn!!! Takk fyrir hlekkinn á greinina hans Einars. Greinin hefur vakið heilmikla athygli og það verður gaman að sjá hvort tillit verði tekið til þessara niðurstaðna við næstu fiskveiðiráðgjöf.

Halldór (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband