Og svo var haldin veisla...

Annan í hvítasunnu héldum við upp á afmælið hans Bjarna Jóhanns. Þá var nú aldeilis glatt á hjalla og pilturinn naut sín vel innan um allt fólkið enda mikill partýmaður.

IMG 3715
Afmælissöngurinn var að sjálfsögðu sunginn og það þótti Bjarna Jóhanni afar merkilegt; allir að syngja og horfa á hann á meðan! Mjööög skrítið! Svo hjálpaði mamma honum að blása á kertið á kökunni svo partýið gæti nú byrjað!

IMG 3731

Rakel Jóhanna frænka hjálpaði Bjarna Jóhanni við að taka upp alla fínu pakkana sem hann fékk. Að sjálfsögðu fylgdust aðrir spenntir með!

IMG 3724
Ísak Elí gat gefið frænda sínum góð ráð í þessu öllu saman enda nýbúinn að halda svona veislu sjálfur með smá aðstoð frá mömmu sinni henni Andreu.

IMG_3707
Það er svo sannarlega ekki amalegt að geta tekið á móti gestum án þess að þurfa að stafla... þvílíkur munur að vera komin með svona stóra stofu!

Að endingu er hér ein brosmynd af piltinum tekin við annað tækifæri - hérna setur hann upp sparibrosið sitt - hrikalega krúttleg gretta Grin

DSC07551


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leiðinlegt að missa af svona fínni veislu! En mér sýnist að drengurinn hafi ekkert haft tíma til að sakna okkar ;)  Til hammó aftur! Knús og kremj

Bjorgen-kjorgen (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 15:46

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Litli sæti afmælisgutti !  Munur að hafa gott pláss í stofunni

Svava S. Steinars, 8.6.2009 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband