Tóm steypa

Á laugardaginn fyrir viku (um hvítasunnuhelgina) var hóað í mannskap í steypuvinnu fyrir austan hjá mömmu og pabba. Þar standa nefninlega yfir framkvæmdir, það á að reisa þar pall og gestahús. Á ekki einmitt að framkvæma í kreppunni og halda hjólum atvinnulífsins gangandi?
Mamma og pabbi eru búin að hafa einn gröfusnilling í vinnu hjá sér og hann er m.a. búinn að undirbúa jarðveginn sem fer undir pallinn og húsið og bora holur fyrir undirstöðurnar.

IMG 3604
Tveir eins hella fyrstu steypunni í rörin fyrir undirstöðurnar. Strákarnir voru búnir að keyra möl í allar holurnar viku fyrr svo þær voru tilbúnar fyrir steypuna og rörin. Takið eftir hvað þeir eru flottir svona í stíl, báðir í pollagöllum úr Rúmfó sem kom svo í ljós að eru alls ekki hannaðir til að fólk hreyfi sig í þeim því þeir voru báðir ónýtir áður en dagurinn var hálfnaður. Þeir rifnuðu sem sagt við minnsta átak. Örugglega fínir fyrir myndastyttuleik í rigningu en ekki mikið meira...

IMG 3605
Bjössi smiður fylgist með piltunum og mamma fylgist spennt með úr eldhúsglugganum.

IMG 3607
Pabbi og Bjössi smiður stilltu alla hólkana af og festu þá áður en þeir voru fylltir af steypu. Enginn skakki turn reistur hér takk fyrir.

IMG 3658
Biggi hrærði steypu af miklum móð allan daginn. Hér fær Erik vænann steypuskammt í hjólbörurnar, sem var sko ekki heiglum hent að keyra á réttan stað - ógeðslega þungt!! Einar hennar Jónínu móðursystur var líka í steypuhræringum um morguninn en hann var farinn þegar þessi mynd var tekin.

IMG 3630
Bjarni Jóhann fylgdist spenntur með vinnufólkinu ásamt ömmu sinni. Held hann hafi mest langað til að fá að vera með í hamaganginum.

IMG 3637
Vinnumaurar fá smá pásu og næringu í hádeginu. Frá vinstri Smári (gestamaur), pabbi (yfirmaur), Erik (hjólbörumaur), Biggi (steypumaur), Bössi (smíðamaur) og Halldór (hjólbörumaur). Á myndina vantar Einar steypumaur sem var nýfarinn og svo mig - skóflumaur. Mamma eldhúsmaur sá náttúrulega um kaffi og passaði strákinn - litla hnoðmaurinn minn.

IMG 3660
Skóflumaurinn mokar í gríð og erg...

IMG 3666
Tveir vinnumaurar bættust svo í hópinn upp úr hádegi, Jónína frænka og Hákon sonur hennar. Þau voru sko betri en enginn!! Amma mín og afi komu með þeim og lögðu líka sitt af mörkum, amma bakaði vöfflur og afi passaði Bjarna Jóhann á meðan.

IMG 3667
Það er alltaf gaman með afa og ömmu, hér fær afi koss... InLove

IMG_3662
Hér má sjá hluta af dagsverkinu, undirstöðurnar við hlið hússins en þar kemur pallur og gestahús. Pallurinn nær svo bæði fyrir aftan húsið og framan það og þar voru líka steyptar undirstöður.

Já, mikil er framkvæmdagleðin og ég held að allir hafi farið glaðir heim ánægðir með gott dagsverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Aldeilis kraftur í ykkur!! Þetta á eftir að vera mjög flott maurabú

Svava S. Steinars, 11.6.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband