19.7.2009 | 21:38
Loksins loksins nýjar myndir!
Jæja elskurnar, ætli það sé ekki kominn tími til að maður bæti nokkrum nýjum myndum hér inn. Það er ekki eins og það séu ekki teknar neinar myndir af blessuðu barninu, það er bara mamman sem gefur sér ekki tíma til að setja þær inn...
Í dag nýttum við góða veðrið og skruppum í Húsdýragarðinn með Bjarna Jóhann. Það fannst honum sko ekki leiðinlegt enda hefur barnið afskaplega mikinn áhuga á dýrum og vill helst fá að klappa þeim og knúsa. Dýrin voru flest öll útivið og höfðu afskaplega takmarkaðan áhuga á að láta klappa sér. Þó náðum við að lokka einn lítinn geithafur til okkar með fíflablöðum...
...og Bjarna Jóhanni fannst alveg ferlega fyndið þegar hann hrifsaði til sín blaðið og át það í snarhasti...
Svo vorum við svo heppin að hitta eitt forvitið folald sem var til í að leyfa snáðanum að klappa sér í skiptum fyrir gott þef af skónum hans...
Að lokum fékk Bjarni Jóhann að keyra dráttarvél og sýndi þar snilldartakta, allavegana svona miðað við aldur og fyrri störf. Haldið þið ekki að hann verði liðtækur í sveitinni þegar fram líða stundir? Það gæti nú komið sér vel ef allt fer á hvolf hérna og við neyðumst til að flytja aftur í torfkofa og stunda sjálfsþurftarbúskap...
Látum þetta gott heita í bili elskurnar... bless bless og bæjó eða eins og Bjarni Jóhann segir: "Hæ!"
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:40 | Facebook
Athugasemdir
Ó megamúslí :) Alltaf jafn mikið krútt Takk fyrir myndaskammtinn
Svava S. Steinars, 19.7.2009 kl. 22:50
Það vantar ekki myndarskapinn hjá drengnum Að sjálfsögðu er hann farinn að keyra traktor, hann myndi nú ekki sverja sig í föðurættina ef svo væri ekki! Kv. til ykkar allra
Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.