1.10.2009 | 20:53
Gaur með lambhúshettu
Bjarni Jóhann er stöðugt að færa sig upp á skaftið. Um daginn var hann að leika einn inni í herbergi þegar hann fór að kalla á mig. Þá stóð hann voða stoltur í vagninum sínum og ruggaði sér fram og til baka og fannst hann voða sniðugur. Mamma hans var ekki jafn hrifin og sá bara í anda fyrstu slysóferðina nálgast óhugnanlega hratt...
Hér sýnir módelið nýjustu prjónaflíkina á heimilinu - hlýja og góða lambhúshettu enda alveg komið veður fyrir svoleiðis. Hann er alveg súper sætur með hana eða það finnst mömmu hans allavegana og er bara ánægð með verkið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:56 | Facebook
Athugasemdir
Heheh já, fyrsta slysóferðin getur komið þegar maður síst býst við henni, það get ég sagt þér ! Frábær með lambhúshettuna
Svava S. Steinars, 7.10.2009 kl. 03:00
Dúlló! Já magnað hvað þessum litlu gaurum finnst fyndið.... Aron er með eitthvað klifur-gen sem sleppti alveg Ísak, sem betur fer. Finnst rosa fyndið þegar hann stendur uppá einhverju ofur völtu og hættulegu... aldraðri móður hans finnst þetta ekki jafn skemmtilegt.
Bjorgen-kjorgen (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 03:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.