Dýrin mín stór og smá

Eins og áður hefur eflaust komið fram hér er Bjarni Jóhann mikill dýrakall. Maður verður að passa hann vel því hann rýkur hiklaust á allt loðið sem á vegi hans verður til að fá að klappa. En það eru ekki bara loðnir ferfætlingar sem heilla, heldur eiginlega bara öll dýr sem hann hefur séð hingað til.

IMG 4955

Hér er hann að skoða hornsíli sem svamla kát um í félagsskap kúluskíts. Myndin er tekin á bás Náttúrufræðistofu Kópavogs á Vísindavökunni sem haldin var í september. Áður hafði hann skoðað af miklum áhuga ýmis sjávardýr á básnum hjá pabba sínum og æðakollu í næsta bás svo eitthvað sé nefnt. Því miður náðust engar skemmtilegar myndir af þeim athugunum piltsins. En ætli hér sé upprennandi líffræðingur á ferð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er ákaflega gáfumannslegur á þessari mynd þannig að - já, ég gæti best trúað því að hann yrði líffræðingur Hann er s.s. eins og Sonja litla, eltir öll dýr. Ég mátti svoleiðis taka upp gamla (eldgamla) hlaupatakta þegar við heimsóttum gamla settið í Vaglaskóg í ágúst. Þá var þar maður með hund í bandi og Sonja tók strauið á eftir honum til að geta klappað hundinum. Ég mátti hafa mig alla við að ná stelpukorninu og hún var ekkert ánægð með afskiptasemi mína. Kveðja í borgina

Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 16:25

2 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Kannast við vanþakklætið með afskiptasemina  Hvað er stelpukornið aftur gamalt?

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 27.10.2009 kl. 23:20

3 identicon

Sonja fæddist 6.maí í fyrra og er því aðeins eldri en Bjarni Jóhann. Hún er reyndar kölluð Gönguhrólfur af okkur því hún stoppar aldrei!  Henni finnst alveg ógurlega gaman að labba og ekki verra ef hún er í skóm sem heyrist svolítið í Kv.

Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 23:26

4 Smámynd: Svava S. Steinars

Mér dettur í hug þegar Ragnar fór með Hildu niður á Tjörn þegar hún var tveggja ára og reyndi að kenna henni latnesku heitin á öndunum... Yrði ekki hissa þó þessi gaur yrði vísindamaður, áhugann vantar amk ekki

Svava S. Steinars, 7.11.2009 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband