Nýr púslari kominn í fjölskylduna

Við pabbi höfum fengið annan sterklegan kandidat í púsldeildina í fjölskyldunni; Bjarna Jóhann. Honum finnst mjög gaman að púsla og er fljótur að læra púslin sín utan að. Hann sýndi svo efnilega takta þegar hann vildi ólmur hjálpa mömmu sinni með jólapúslið á heimilinu eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Og auðvitað fékk hann að hjálpa til... alveg þangað til hann missti sig aðeins í gleðinni við að róta í púslkassanum og fór að henda púslunum til, þá var mamma hans ekki lengi að skutla piltinum á gólfið við miklar óvinsældir...

Tókuð þið eftir því að sá stutti er farin að tengja saman orð? Þessi elska er farin að segja "mamma mín" eins og heyrist þarna í byrjun myndbandsins en líka t.d. "gaga ma" sem þýðir taka mig eða taka af mér eftir samhenginu og "dattabara" sem þýðir datt bara. Svo bætir hann við sig nýju orði nánast daglega núna svo maður má hafa sig allan við að læra nýju orðin hans. Voða duglegur strákur og mamman náttúrulega að rifna úr monti Grin

Já og gleðilegt nýtt ár elskurnar mínar og takk fyrir það gamla!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahérna hér... hann á eftir að fara á heimsmeistaramót púslara einhvern tímann ;)

Guðrún er einmitt líka farin að tengja saman orð... á kvöldin kemur hún með bók og segir við mig "esa detta" (lesa þetta) :)

Knús á snillinginn þinn

Lauga (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 17:14

2 identicon

Góður og gott uppeldi á drengnum, púsla með mömmu sinni er mjög holl iðja :)

Magnea (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:49

3 Smámynd: Svava S. Steinars

Gott að fá aðstoð við púslið   Ekkert smá sætur að segja mamma mín !

Svava S. Steinars, 7.1.2010 kl. 02:07

4 identicon

Vá, einbeitningin hjá honum! Veistu, ég er ekki með eitt einasta púsl hérna handa Aroni?! Þau eru öll hjá ömmu hans og afa, sem ég held, púsla ekki mikið með honum.  Maður verður að bæta úr þessu! En svakalega er hann mikil dúlla og duglegur að tala! Verður blaðurskjóða eins og foreldrarnir ;)

Bjorgen-kjorgen (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 04:10

5 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Hæ allar og takk fyrir "kommentin". Já hann er voða duglegur guttinn við púslin, ræður núna við 10 bita púsl á spjaldi þó honum finnist enn gaman að púsla trépúslin sín. Björg: ussususs! Vinsamlegast ná í púsl fyrir barnið strax!!  Og já, hann á nú ekki langt að sækja blaðurgenið drengurinn :)

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 13.1.2010 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband